Segir Vigfús hafa hótað að kveikja í húsinu Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:24 Mikill fjöldi slökkviliðsmanna barðist við eldinn á Kirkjuvegi þann 31. október. Vísir/Egill Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoða sem varð fólki að bana í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í október í fyrra, segir Vigfús Ólafsson hafa hótað að kveikja í húsinu. Vigfús er ákærður fyrir manndráp með því að hafa orðið valdur að dauða fólksins með íkveikju. Vigfús bjó í húsi föður síns en fólkið sem lést var á efri hæð hússins. Elva tjáði sig við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún lýsti miklum geðrænum vandamálum sem hún glímdi við og mikilli neyslu í húsinu við Kirkjuveg. Minntist hún þess að aðdragandi að íkveikju Vigfúsar hefði verið rifrildi milli hennar, Vigfúsar og konunnar sem lést. Elva, sem var töluvert skýrari í frásögn en Vigfús í dómsal í morgun, lýsti því hvernig hún hefði slökkt í eld sem kviknað hefði í pítsukassa í húsinu og notað til þess bjór. Atburðarásin sé þó í mikilli móðu og allt í einu var kominn heilmikill eldur. Stofan hafi verið full af reyk og gangurinn sömuleiðis. Fólkið sem lést hafi verið á efri hæð og þangað hafi Vigfús reynt að fara en ekki þolað reykinn. Hann hefði verið vel meðvitaður um að fólkið væri á efri hæðinni.Minnið í móðu Hún hefði sjálf reynt að fara upp á efri hæðina en Guðmundur hefði rekið hana niður, sagt að hann væri að leggja sig. Hún hefði ekki hringt í Neyðarlínuna. Hún sagði minnið í mikilli móðu varðandi þennan dag enda hefði neysla hennar í gegnum árin verið mjög mikil. Elva sagði að þau hefðu aðeins drukkið bjór þennan dag. Hún hefði ásamt hinni látnu reynt að verða sér úti um önnur fíkniefni en það ekki gengið upp. Þá viðurkenndi Elva að hafa áður reynt að kveikja í húsinu. Lýsti hún að um skrípaleik hefði verið að ræða en þá hefðu þau kveikt í sófaborðinu. Í það skiptið hefðu aðeins þau Vigfús verið í íbúðinni. Vigfús sagði fyrir dómi í morgun að í umrætt skipti hefði hann sjálfur hringt í Neyðarlínuna.Framundan eru skýrslutökur yfir lögreglumönnum og vitnum. Reiknað er með því að aðalmeðferð standi út daginn og verði mögulega framhaldið síðar í júní.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. 6. júní 2019 10:54