Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Landsréttur. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira