Vilja skipta umræðunum í tvennt Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. júní 2019 21:15 Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Fundi formanna flokkanna á Alþingi var slitið á þriðja tímanum í dag. Markmiðið var að ná fram sáttum um þrætumál til þess að ljúka megi þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti sumarfrí Alþingis að hefjast í dag en en þingstörfum er hvergi nærri lokið. Málþófið um þriðja orkupakkann hófst aftur klukkan þrjú í dag og stendur enn yfir. Þá á enn eftir að afgreiða fjölmörg stór mál. Formenn stjórnarandstöðuflokka virðast leggja áherslu á að sáttaviðræðum verði skipt í tvennt. Annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar hina um til dæmis frumvarp um sameiningu Seðlabaka og Fjármálaeftirlits og um Þjóðarsjóð. „Og svo snýr það að því hvernig á að ljúka þinginu það er að segja að þetta sé gert í tvennu lagi. Þá að þriðja orkupakka samningar séu sér. Þetta er í raun og veru fordæmalaus staða sem ekki er hægt að beita gamalli aðferðafræði á,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata.Halldóra segir að um fordæmalausa stöðu sé að ræða.Vísir„Við komum með ákveðna lausn á dögunum um að klára önnur mál og skilja orkupakkann bara eftir. Mönnum leist ekki á það,“ segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Til þess að ljúka megi þingstörfum í sátt lagði forsætisráðherra í dag fram sameiginlegt tilboð fyrir tvær fylkingar stjórnarandstöðunnar um tvö mál. „Seðlabanka Íslands, sem einn hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við og þriðja orkupakkann sem annar hluti stjórnarandstöðunnar er mjög ósáttur við. Hugsanlega væri hægt að ljúka afgreiðslu þessara mála á sérstöku þingi í ágúst þannig að við lykjum öllum þessum málum á þessu þingi en það var ekki stemning fyrir því þannig að ég lít svo á að þá sé nú bara ekkert samkomulag og umræðan haldi hér bara áfram inn í sumarið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Sigmundur Davíð segir að þriðji orkupakkinn verði ekki notaður sem skiptimynt.VísirFormaður Miðflokksins telur þó að málið gæti leyst fyrr. „Ja, ég taldi nú reyndar að það væri komið samkomulag um annað en svo hafa önnur mál hér í þinginu blandast inn í þetta og við höfum verið alveg skýr á því frá upphafi að við erum ekki tilbúin til þess að fórna þriðja orkupakkanum í samningum um einhver önnur mál,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. 4. júní 2019 17:34
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15