Forseti Real Madrid lofar að sjá um son Reyes þar til hann verður átján ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 11:00 Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins. Getty/Denis Doyle Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019 Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019
Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29
Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15