Dauðþreyttir á tölvuleikjafíklinum Dembele sem skrópaði í læknisskoðun Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2019 15:30 Dembele í leiknum umrædda á föstudagskvöldið síðasta. vísir/getty Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00. Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira