Ítalskar myndir á ókeypis sýningum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:00 Giorgio Amato og kona hans Giulia á frumsýningu Ráðherrans í Róm 2016. Mynd/GettyImage Þrjár ítalskar kvikmyndir verða á hvíta tjaldinu í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld og á morgun í boði Salento kvikmyndahátíðarinnar. Þetta eru gamanmyndin Ráðherrann eftir Giorgo Amato sem verður sýnd í kvöld klukkan 19.00. Hún er frá 2016 og fjallar um viðskiptamann sem reynir að ná samningum um verkefni fyrir hið opinbera með því að halda kvöldverðarboð fyrir ráðherra. Þar fer allt á versta veg. Á morgun, 9. nóvember, klukkan 18.00, verður Kyrrlát sæla, eftir Edorado Winspeare sýnd. Það er hugljúf mynd frá 2014 um þrjár kynslóðir kvenna sem þurfa að aðlagast fábrotnum lífsstíl eftir gjaldþrot fyrirtækis þeirra. Klukkan 20.30 er komið að myndinni Örkin í Disperata sem er einnig eftir Winspeare. Hún er frá 2017 og fjallar um bæjarstjóra sem sækir sér lífsfyllingu með því að kynna föngum ljóð og aðrar bókmenntir. Úr því skapast óvenjuleg vinátta. Myndirnar eru sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis á þær allar. Leikstjórarnir og aðalleikkona beggja mynda Winspeares, Celeste Casciaro, kynna myndirnar og svara spurningum eftir sýningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrjár ítalskar kvikmyndir verða á hvíta tjaldinu í Veröld – húsi Vigdísar í kvöld og á morgun í boði Salento kvikmyndahátíðarinnar. Þetta eru gamanmyndin Ráðherrann eftir Giorgo Amato sem verður sýnd í kvöld klukkan 19.00. Hún er frá 2016 og fjallar um viðskiptamann sem reynir að ná samningum um verkefni fyrir hið opinbera með því að halda kvöldverðarboð fyrir ráðherra. Þar fer allt á versta veg. Á morgun, 9. nóvember, klukkan 18.00, verður Kyrrlát sæla, eftir Edorado Winspeare sýnd. Það er hugljúf mynd frá 2014 um þrjár kynslóðir kvenna sem þurfa að aðlagast fábrotnum lífsstíl eftir gjaldþrot fyrirtækis þeirra. Klukkan 20.30 er komið að myndinni Örkin í Disperata sem er einnig eftir Winspeare. Hún er frá 2017 og fjallar um bæjarstjóra sem sækir sér lífsfyllingu með því að kynna föngum ljóð og aðrar bókmenntir. Úr því skapast óvenjuleg vinátta. Myndirnar eru sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis á þær allar. Leikstjórarnir og aðalleikkona beggja mynda Winspeares, Celeste Casciaro, kynna myndirnar og svara spurningum eftir sýningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira