Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 15:37 Innan í dönsku herflugvélinni sem ferjar fólkið norður í land. @hjalparsveitskataikopavogi Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Uppfært klukkan 17:35: Herflugvélin Hercules lenti á Akureyrarflugvelli um fimmleytið. Búið er að afferma vélina og heldur björgunarfólk nú með búnaðinn áfram á slysstað í Sölvadal. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem lagði af stað um tíu mínútum fyrir fjögur síðdegis. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. Flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en hélt þaðan til Keflavíkur. Ekki var búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Klippa: Danska herflugvélin á Keflavíkurflugvelli Um borð eru fimm starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um þrjátíu björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti. Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík. Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi eystra, ræddi björgunaraðgerðirnar í Sölvadal í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Innan úr vélinni í háloftunum.@hjalparsveitskataikopavogi „Í morgun höfum við verið að vinna að því að fá fleira fólk til að starfa að þessu verkefni með okkur og það hafa verið að tínast inn, á síðasta klukkutímanum, bjargir með flugi og landleiðina; koma þá aðallega frá höfuðborgarsvæðinu sem eru lögregla, björgunarsveit, kafarar og þessi hópur er svona að detta inn á vettvang hjá okkur núna í Sölvadal og þar erum við að hefjast handa með viðamikla leit á því svæði sem við teljum líklegast en áin er mjög þung vegna krapa og erfið yfirferðar.“ Viðbragðsaðilar eru í kappi við tímann því mikið frost er í kortunum. Hátt í áttatíu manns koma með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerðum en aðstæður á slysstað eru með versta móti. „Þetta eru erfiðar aðstæður að kljást við, frost er að aukast, það hjálpar okkur ekki. Þetta verður stífara og stífara að vinna með með hverjumk lukkutímanum. Það er okkar keppikefli að leggja mikinn þunga í þetta frá hádegi og fram eftir degi í að leita eins vel og við getum,“ segir Hermann. Að neðan má sjá myndir frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir brottför. Flugvélin á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag.@hjalparsveitskataikopavogi Að neðan má sjá myndir og myndskeið frá Landhelgisgæslunni.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira