Arnór Smárason og félagar hans í Lilleström féllu niður í norsku B-deildina í gær eftir ótrúlegan leik gegn Start í siðari umsspilsleik liðanna.
Lilleström tapaði fyrri leiknum 2-1 en var komið í góða stöðu á heimavelli er þeir leiddu 4-0 eftir rúma klukkstund. Þá fór hins vegar allt í baklás og Start fór í úrvalsdeildina á fleiri skoruðum mörkum á útivelli.
Allt ætlaði um koll að keyra eftir leikinn en stuðningsmenn Lilleström eru ekki þekktir fyrir að kalla allt ömmu sína.
Fredrik Krogstad i sjokk etter historisk LSK-nedrykk: - Lyst til å legge opp https://t.co/5jOXTvMLsg
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 11, 2019
Nokkrir þeirrra voru vel æstir eftir leikinn og þurftu leikmenn Lilleström bæði lögreglufylgd inn í búningsklefann eftir leikinn og einnig út af vellinum eftir leikinn.
Myndbönd af því má sjá bæði hér.