Stefna á að engin mengun komi frá Hellisheiðarvirkjun innan fárra ára Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2019 13:00 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að stefnt sé að því að Helliheiðarvirkjun verði sporlaus sem þýðir að engin mengandi efni komi til með að berast frá virkjuninni. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni. Orkumál Umhverfismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur stefnir að því að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og verður þá eina jarðhitavirkjun í heiminum sem er algjörlega hrein. Nú þegar hafa sparast þrettán milljarðar króna vegna aðferðar sem bindur koltvísýring í jörð að sögn forstjóra fyrirtækisins. Stóriðjan undirritaði í gær viljayfirlýsingu við stjórnvöld og Orkuveitu Reykjavíkur um að taka þátt í að þróa áfram aðferð sem kallast CarbFix eða „Gas í grjót“ sem hefur verið notuð til að binda kolefni með afar góðum árangri í Hellisheiðarvirkjun síðustu fimm ár. Aðferðin gengur út á að koldíoxíð er fangað úr jarðhitagufu og leyst upp í vatni undir þrýstingi. Vatninu er svo dælt niður í jörðina þar sem efnið binst varanlega í berggrunninn. Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur býst við að það taki um fimm til tíu ár að þróa aðferðina svo hún nýtist stóriðjunni. Aðferðin gagnist vel í Hellisheiðarvirkjun vegna styrks koltvísýrings í útblæstri en hann sé mun minni hjá stóriðjunni. „Munurinn á Hellisheiðarvirkjun og álverunum er að styrkur koltvísýrings í útblæstri er um 2% þar en hann er 20-30% í Hellisheiðarvirkjun og þar gengur aðferðin eins og í sögu. Þannig að fyrsta verkefnið er að þróa aðferð til að auka styrk gasins hjá stóriðjunni áður en hægt er að beita aðferðinni þar sem við notum,“ segir BjarniÆtla að koma í veg fyrir alla mengun frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitan stefnir á gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega hreina á næstu árum. „Þetta er ný aðferð á heimsvísu. Það er engin önnur jarðhitavirkjun sem gerir þetta. Við ætlum að gera Hellisheiðarvirkjun algjörlega sporlausa innan fárra ára og þá er það eina virkjunin af þessum toga í heiminum sem er algjörlega hrein þ.e. engin mengandi efni berast í loft, jörð eða grunnvatn,“ segir Bjarni.Milljarða sparnaður Miklir fjármunir hafi sparast með CarbFix- aðferðinni en sparnaðurinn felst í að hefðbundnar aðferðir við hreinsun brennisteinsvetnisins hefðu verið mun dýrari en CarpFix-aðferðin. „Þessi aðferð er nú þegar búin að spara Orkuveitunni um þrettán milljarða króna,“ segir Bjarni.
Orkumál Umhverfismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira