Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 16:26 Glæný Corolla gæti einmitt verið huggunin sem Ágústa Elín þarf á að halda. Enn kemur áskriftaleikur Moggans skemmtilega á óvart. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland.
Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22