Stjarnan býður ÍR-ingum að mæta í bjór og vængi fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2019 12:30 Stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að taka á móti stuðningsmönnum ÍR með opinn faðminn í kvöld. vísir/bára Það verður aukin öryggisgæsla á leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla í kvöld en bæði félög vonast þó eftir því að allt fari vel fram. Það sauð auðvitað upp úr á milli stuðningsmanna liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Það voru líka átök er liðin mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Svo hefur ástin ekki beint svifið á milli þjálfara liðanna í vetur. „Við höfum boðið ÍR-ingum að koma og skemmta sér með okkur. Þetta á að vera gaman,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, við Vísi en stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að byrja að hita upp á Dúllubar þar sem hægt verður að fá öl og vængi úr smiðju Stjörnugoðsagnarinnar Justin Shouse. Stjörnumenn hafa boðið strákunum í Ghetto Hooligans að mæta þar fyrir leik og lyfta sér upp með Garðbæingum fyrir fyrsta leik liðanna. „Við höfum verið í sambandi við ÍR-ingana og það vilja allir að þetta fari vel fram. Það eru aðrir en við sem hafa stórar áhyggjur af þessu. Það vilja allir að þetta sé eins og hjá fólki. Ef menn hittast og sjá framan í hvorn annan þá sjá þeir kannski að hinn aðilinn er ekki eins mikill hálfviti og viðkomandi hélt. Það snýst svolítið um það,“ segir Hilmar en Stjörnumenn hafa þó vaðið fyrir neðan sig og hafa aukið öryggisgæsluna fyrir leikinn. „Hún er meiri en venjulega. Ef við værum að mæta KR þá hefðum við líka aukið hana. Auðvitað erum við meðvitaðir um söguna í fyrra og núna. Við erum ekki kjánar. Hvorugur aðilinn er samt að búast við einhverju veseni. Það vilja allir að þetta sé almennilega gert en allur er varinn góður og menn verða að læra af mistökunum.“ Hilmar, ásamt fleirum, er orðinn mjög spenntur fyrir því að fá vængina hans Shouse í kvöld. „Þetta eru heimsfrægir vængir og þetta er í annað sinn sem hann mætir með þá í vetur. Hann var með þá í liðspartíum Stjörnunnar undanfarin tíu ár þar sem þeir slógu í gegn. Það hefur verið suðað í honum að gera þetta aftur og ég mæli með því að það mæti allir og smakki hjá kallinum,“ segir formaðurinn léttur.Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í beinni textalýsingu á Vísi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30 Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34 Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Það verður aukin öryggisgæsla á leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla í kvöld en bæði félög vonast þó eftir því að allt fari vel fram. Það sauð auðvitað upp úr á milli stuðningsmanna liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum. Það voru líka átök er liðin mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Svo hefur ástin ekki beint svifið á milli þjálfara liðanna í vetur. „Við höfum boðið ÍR-ingum að koma og skemmta sér með okkur. Þetta á að vera gaman,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, við Vísi en stuðningsmenn Stjörnunnar ætla að byrja að hita upp á Dúllubar þar sem hægt verður að fá öl og vængi úr smiðju Stjörnugoðsagnarinnar Justin Shouse. Stjörnumenn hafa boðið strákunum í Ghetto Hooligans að mæta þar fyrir leik og lyfta sér upp með Garðbæingum fyrir fyrsta leik liðanna. „Við höfum verið í sambandi við ÍR-ingana og það vilja allir að þetta fari vel fram. Það eru aðrir en við sem hafa stórar áhyggjur af þessu. Það vilja allir að þetta sé eins og hjá fólki. Ef menn hittast og sjá framan í hvorn annan þá sjá þeir kannski að hinn aðilinn er ekki eins mikill hálfviti og viðkomandi hélt. Það snýst svolítið um það,“ segir Hilmar en Stjörnumenn hafa þó vaðið fyrir neðan sig og hafa aukið öryggisgæsluna fyrir leikinn. „Hún er meiri en venjulega. Ef við værum að mæta KR þá hefðum við líka aukið hana. Auðvitað erum við meðvitaðir um söguna í fyrra og núna. Við erum ekki kjánar. Hvorugur aðilinn er samt að búast við einhverju veseni. Það vilja allir að þetta sé almennilega gert en allur er varinn góður og menn verða að læra af mistökunum.“ Hilmar, ásamt fleirum, er orðinn mjög spenntur fyrir því að fá vængina hans Shouse í kvöld. „Þetta eru heimsfrægir vængir og þetta er í annað sinn sem hann mætir með þá í vetur. Hann var með þá í liðspartíum Stjörnunnar undanfarin tíu ár þar sem þeir slógu í gegn. Það hefur verið suðað í honum að gera þetta aftur og ég mæli með því að það mæti allir og smakki hjá kallinum,“ segir formaðurinn léttur.Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í beinni textalýsingu á Vísi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30 Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34 Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið. 19. febrúar 2019 13:30
Borche: Reyndi að koma og taka í höndina á honum en hann vildi það ekki Það var mikill hiti í Garðabæ í kvöld er Stjarnan vann góðan sigur ÍR í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þjálfararnir tókust ekki í hendur í leikslok. 5. október 2018 22:34
Arnar: Vinnubrögð sem voru gjörsamlega galin Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagðist aðspurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik í sigrinum gegn ÍR að hann hefði einfaldlega ekki undirbúið lið sitt undir það að mæta 2-3 svæðisvörn gestanna. 5. október 2018 22:24