Læknafélag Íslands: Áfengis- og fíknisjúkdómar ekki algengari hjá læknum en öðrum starfstéttum Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 18:47 Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Læknar geta eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómum að bráð, en ekkert bendir til að slíkt sé algengara á meðal íslenskra lækna en öðrum starfstéttum. Þetta kemur fram í ályktun Læknafélags Íslands sem send var út í dag í tilefni af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um að þriðjungur íslenskra lækna, um 500 af 1.500, hafi á síðasta ári ávísað lyfjum á eigin kennitölu. Verkefnastjóri hjá Landlækni gagnrýndi í fréttinni sjálfsávísanir lækna og sagði fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Læknafélag Íslands telur að á þessu séu í langflestum tilfellum eðlilegar skýringar svo sem starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilfellum lyf til eigin nota. „LÍ telur að þær tölur sem fram komu í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna og þykir leitt ef framsetning fréttarinnar hefur valdið misskilningi á eðli slíkra starfstengdra útskrifta á lyfjum,“ segir í ályktuninni.Geta leitt til sviptingar réttinda Þá segir að í þeim tilfellum sem læknar leita sér aðstoðar eða fara í meðferð vegna áfengis- eða fíknisjúkdóma komi fyrir að þeir leggi tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Í undantekningatilfellum leiða veikindi þeirra til sviptingar slíkra réttinda, tímabundið eða til lengri tíma. „LÍ veitir læknum við slíkar aðstæður ráðgjöf og styður í gegnum það meðferðar- og bataferli sem tekur við til að öðlast aftur fyrri starfsréttindi ef þess er óskað. Í nýlegri könnun LÍ á heilsu- og starfsaðstæðum lækna kom fram að einungis helmingur lækna hefur skráðan heimilislækni og að hátt hlutfall lækna er undir miklu álagi í daglegu starfi. LÍ telur mikilvægt að á þessu verði breyting og hefur kallað eftir samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Embætti landlæknis til að bregðast við þeirri stöðu,“ segir í ályktuninni sem lesa má í heild sinni á vef félagsins.Sjá má frétt Stöðvar 2 frá í gær að neðan.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00