Fótbolti

Jón Dagur og félagar komnir áfram eftir sigur í borgarslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur í leik með AGF.
Jón Dagur í leik með AGF. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem vann 1-3 sigur á grannliðinu VSK Århus eftir framlengingu í 32-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag.

VSK Århus komst yfir á 38. mínútu og C-deildarliðið leiddi allt þar til stundarfjórðungur var til leiksloka.

Þá jafnaði Suður-Afríkumaðurinn Gift Links fyrir AGF. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja.

Alexander Munksgaard kom AGF yfir á 96. mínútu og þegar mínúta var eftir af framlengingunni skoraði Patrick Mortensen þriðja mark gestanna. Lokatölur 1-3, AGF í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×