Bandaríski körfuboltamaðurinn Vincent Bailey mun leika með ÞorlákshafnarÞórsurum í Dominos deild karla á komandi leiktíð.
Karfan.is greinir frá þessu.
Vincent þessi er 28 ára gamall, 198 sentimetrar á hæð og leikur í stöðu framherja.
Hann lék í efstu deildinni í Sviss á síðustu leiktíð þar sem hann skilaði 16,5 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 6,3 fráköst að meðaltali.
Hann hefur farið víða á ferli sínum og meðal annars leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg.
Þór Þorlákshöfn hefur keppni í Dominos deildinni þann 4.október næstkomandi þegar Stjarnan kemur í heimsókn.
Þór Þorlákshöfn semur við Bandaríkjamann
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið






Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
Íslenski boltinn

Ekkert mark í grannaslagnum
Enski boltinn


Fleiri fréttir
