Enski boltinn

Stjóri Arsenal ánægður með Özil og andann í liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Emery á góðri stundu.
Özil og Emery á góðri stundu. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að hann sé mjög svo ánægður með Mesut Özil, leikmann liðsins, og segir hann hafi tekið miklum framförum á síðustu vikum.

Emery gagnrýndi Özil í kringum jólahátíðina en Emery kallaði eftir meiri vinnslu frá Þjóðverjanum. Hann hefur greinilega lagt meira á sig því hann er búinn að byrja fyrir Arsenal í þremur af síðustu fjórum leikjum.

„Hann er að leggja mikið á sig og hann er að spila mjög vel. Hann er að hjálpa okkur og ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Emery á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Everton á sunnudaginn.

„Ég held að núna sé gott andrúmsloft og andi í hópnum. Allir leikmennirnir eru að hjálpa okkur með sínum gæðum og með góðri hegðun. Þetta er andinn sem við viljum sjá.“

Arsenal hefur verið á fínu skriði undanfarin ár og er að berjast um Meistaradeildarsæti.

„Við erum á góðu augnabliki núna. Hver einasti leikur er mikilvægur fyrir okkur. Ef við vinnum þá erum við í þriðja sætinu. Við viljum vinna svo við getum haldið þessari stöðu.“

„Þetta er langur vegur og við þurfum að vera jákvæðir en vera raunhæfir. Á sunnudaginn er stórt verkefni og þetta er stórt tækifæri. Ég held að leikmennirnir séu mjög, mjög einbeittir á leikinn á sunnudaginn,“ sagði Emery.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×