Banksy tók málin í sínar hendur og sýndi á Feneyjatvíæringnum án leyfis Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 10:59 Vegfarendur virtust hrifnir af verkinu. Vísir/Getty Breski götulistamaðurinn Banksy furðaði sig á því að honum hafði aldrei verið boðið að sýna á Feneyjatvíæringnum. Hann lét það ekki stoppa sig í ár heldur setti hann sjálfur upp verk í borginni fyrir gesti og gangandi og fylgdist svo með viðbrögðum fólks. Yfir hálf milljón sækir Feneyjatvíæringinn og er hátíðin talin ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Banksy er löngu orðinn eitt þekktasta nafn nútímalistar og hafa verk hans sífellt vakið athygli um allan heim fyrir sterkar ádeilur á mörg vandamál sem nútímasamfélög þurfa að glíma við. Mashable vakti athygli á uppátæki Banksy á Twitter í dag. Verkið sem Banksy ákvað að sýna var samansafn málverka sem raðað var saman og mynduðu þannig stærri mynd af skemmtiferðaskipi sem siglir um borgina. Verkið er sagt vera mótmæli gegn umferð stærri skemmtiferðaskipa og mengun þeirra en við hlið verksins var skilti sem á stóð: „Feneyjar í olíu“. Í ágúst var umferð stærri skemmtiferðaskipa bönnuð á vissum stöðum í Feneyjum eftir óhapp sem varð. Þrátt fyrir að lögregla hafi á endanum látið taka niður verkið vegna leyfisleysis listamannsins virtust vegfarendur vera hrifnir af framlagi listamannsins. Í myndbandi sem hann birti sjálfur á Instagram sjást gestir virða fyrir sér verkið. Ítalía Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Banksy-verki til minnis um fórnarlömb hryðjuverka stolið Verkið var málað til minnis um fórnarlömb árásarinnar í París 2015 27. janúar 2019 13:03 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Kom fram í hnífstunguvesti eftir Banksy Rapparinn Stormzy kom fram á Glastonbury hátíðinni í gær. 29. júní 2019 16:51 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breski götulistamaðurinn Banksy furðaði sig á því að honum hafði aldrei verið boðið að sýna á Feneyjatvíæringnum. Hann lét það ekki stoppa sig í ár heldur setti hann sjálfur upp verk í borginni fyrir gesti og gangandi og fylgdist svo með viðbrögðum fólks. Yfir hálf milljón sækir Feneyjatvíæringinn og er hátíðin talin ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Banksy er löngu orðinn eitt þekktasta nafn nútímalistar og hafa verk hans sífellt vakið athygli um allan heim fyrir sterkar ádeilur á mörg vandamál sem nútímasamfélög þurfa að glíma við. Mashable vakti athygli á uppátæki Banksy á Twitter í dag. Verkið sem Banksy ákvað að sýna var samansafn málverka sem raðað var saman og mynduðu þannig stærri mynd af skemmtiferðaskipi sem siglir um borgina. Verkið er sagt vera mótmæli gegn umferð stærri skemmtiferðaskipa og mengun þeirra en við hlið verksins var skilti sem á stóð: „Feneyjar í olíu“. Í ágúst var umferð stærri skemmtiferðaskipa bönnuð á vissum stöðum í Feneyjum eftir óhapp sem varð. Þrátt fyrir að lögregla hafi á endanum látið taka niður verkið vegna leyfisleysis listamannsins virtust vegfarendur vera hrifnir af framlagi listamannsins. Í myndbandi sem hann birti sjálfur á Instagram sjást gestir virða fyrir sér verkið.
Ítalía Menning Myndlist Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Banksy-verki til minnis um fórnarlömb hryðjuverka stolið Verkið var málað til minnis um fórnarlömb árásarinnar í París 2015 27. janúar 2019 13:03 Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Kom fram í hnífstunguvesti eftir Banksy Rapparinn Stormzy kom fram á Glastonbury hátíðinni í gær. 29. júní 2019 16:51 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Banksy-verki til minnis um fórnarlömb hryðjuverka stolið Verkið var málað til minnis um fórnarlömb árásarinnar í París 2015 27. janúar 2019 13:03
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45
Kom fram í hnífstunguvesti eftir Banksy Rapparinn Stormzy kom fram á Glastonbury hátíðinni í gær. 29. júní 2019 16:51