Skima fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi til ársloka 2020 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 15:21 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Fréttablaðið/Ernir Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga. Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag að því er segir í tilkynningu frá KÍ. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna. „Árangursrík skimun fyrir krabbameinum byggir fyrst og fremst á sérhæfðri þekkingu fagfólks. Við lögðum til að samið yrði til lengri tíma, ekki síst til að auka starfsöryggi starfsfólksins sem hefur búið við mikið óöryggi í langan tíma vegna skammtímasamninga um þjónustuna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.Halda fagþekkingu í málaflokknum Krabbameinsfélagið leggur áherslu á að tryggja þurfi almenningi aðgengi að skimuninni þann tíma sem tekur heilbrigðisyfirvöld að útfæra og innleiða fyrirhugaðar breytingar. Tryggja þurfi að hvorki verði rof á þjónustu né að árangur dali. „Þar skiptir auðvitað höfuðmáli að halda fagþekkingu í málaflokknum, eins og bæði skimunarráð og landlæknir hafa talað um. Stjórnvöld höfnuðu boði okkar um lengri samning og vildu einungis semja til ársloka 2020. Þrátt fyrir það óöryggi sem það skapar, bæði í rekstri og fyrir starfsfólk, var ákveðið að fallast á enn einn skammtímasamninginn, þann áttunda frá árinu 2013, til að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að skimunni,“ segir Halla. Skimun sé viðkvæm þjónusta og ígrunda þurfi afar vel allar breytingar sem á henni verði. Vanda þurfi til eins og frekast er kostur ef vel eigi að takast. „Við treystum því að stjórnvöld tryggi áframhaldandi fagþekkingu í málaflokknum með því að tryggja áframhaldandi starfsöryggi þessa sérhæfða starfsfólks.“Ókeypis skimun – tvöföldun á þátttöku Krabbameinsfélagið hefur síðustu misseri staðið fyrir átaki til að hvetja konur til að mæta í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum. Hluti af átakinu er tilraunaverkefni og könnun sem félagið stendur fyrir árið 2019 þar sem það býður gjaldfrjálsa skimun fyrir konur sem eru boðaðar í krabbameinsleit fyrsta sinn. Fjöldi kvenna 23ja ára og 40 ára sem mættu í skimun á fyrstu fimm mánuðum ársins rúmlega tvöfaldaðist, miðað við sama tímabil í fyrra að því er segir í tilkynningunni. Stærstur hluti kvennanna, 95% 23ja ára kvenna og 70% 40 ára kvenna, segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Auk þess sögðu 23% yngri hópsins og 7% þess eldri að þær hefðu ekki mætt hefðu þær þurft að borga.
Heilbrigðismál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira