Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown er sérstök týpa. Getty/Don Juan Moor Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki. NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki.
NFL Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira