„Ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Gareth Bale fagnar marki með Real Madrid. Skiptir hann úr hvítu yfir í rautt? Vísir/Getty Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Fyrrum herforingi á miðju bæði Manchester United og Liverpool mælir með því að hans gamla félag í Liverpool reyni að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid. Paul Ince lék í tvö ár með Liverpool rétt fyrir aldarmótin og hafði áður hjálpað Manchester United að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum. Gareth Bale á enga framtíð hjá Real Madrid á meðan Zinedine Zidane ræður þar ríkjum en franski knattspyrnustjórinn vill ekkert með hann hafa.Gareth Bale to Liverpool? Former England midfielder Paul Ince says the move would be a "perfect fit". More: https://t.co/L7K4hirpIPpic.twitter.com/OMoHGRblRb — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Bale er hins vegar á ofurlaunum og er líka með samning við Real Madrid til ársins 2022 eða næstu tvö tímabil. Velski landsliðsmaðurinn vill að ekki missa þann pening og það flækir málið talsvert því mörg félög í ensku deildinni myndu eflaust taka honum fagnandi. Ince mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarpinu í gærkvöldi og þar meðal annars staða Gareth Bale hjá Real Madrid til umræðu. Ince segir að það væri betra fyrir Bale að fara til Liverpool en að fara aftur í sitt gamla félag Tottenham. Viðtalið við Paul Ince er aðgengilegt hér fyrir neðan.Gareth Bale to #LFC? 'I actually think if Liverpool can afford Bale then he should go there' @PaulInce says the Welshman could help the #UCL winners in their hunt for the Premier League Join us : : https://t.co/0kUniX6SeWpic.twitter.com/iW7hCOM3fH — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 22, 2019„Það er mín persónulega skoðun að ef Liverpool hefur efni á Gareth Bale þá eiga þeir að kaupa hann,“ sagði Paul Ince og hélt svo áfram. „Ef við skoðum þrjá fremstu menn liðsins þá hafa þeir verið að spila fótbolta í allt sumar. Sadio Mané var að klára Afríkukeppnina með Senegal, Mo Salah var með Egyptalandi og Roberto Firmino fór alla leið með Brasilíu í Copa America. Hversu mikla hvíld fá þessir leikmenn áður en tímabilið byrjar,“ spurði Ince. „Bale getur spilað á vinstri kanti, hann getur spilað á hægri kanti og hann getur spilað fyrir miðju. Þetta getur varla verið spurning um peninga fyrir Bale. Hann hlýtur að vilja fara til liðs sem er að fara að vinna eitthvað og þarna ertu með Evrópumeistarana sem rétt misstu af enska titlinum. Hvaða önnur lið hafa efni á honum. Manchester City og kannski Manchester United. Ég held að það væri ekki rétt hjá Gareth að fara aftur til Tottenham,“ sagði Paul Ince eins og heyra má í myndbandinu hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira