Agüero er ekki hræddur við Drake bölvunina en Liverpool menn brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 23:00 Ætli Sergio Agüero muni sjá eftir myndatökunni með Drake? Getty/ Marc Atkins Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er fullur sjálfstraust þessa dagana enda á Manchester City möguleika á því að vinna fjórfalt í ár. Sergio Agüero hefur verið frábær með liði Manchester City á tímabilinu og er þegar kominn með 27 mörk í öllum keppnum þar af átján þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Svo sigurviss er Sergio Agüero orðinn eftir þetta góða gengi sitt og liðsins að hann er ekki einu sinni hræddur við Drake bölvunina..@aguerosergiokun x @Drake last night in town pic.twitter.com/eyoBZzqLUO — Manchester City (@ManCity) March 11, 2019Sergio Agüero tók mynd af sér með kanadíska tónlistarmanninum Drake í byrjun vikunnar en slíkt hefur sjaldan komið vel út fyrir íþróttamenn. Bandarísk háskólalið í körfubolta og fótbolta, UFC bardagakappar, NBA-meistarar og goðsögn í tennisheiminum eru meðal þeirra sem hafa verið fórnarlömb Drake bölvunarinnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Drake bölvunina.Sturridge takes pic with Drake - Liverpool finish 2nd McGregor takes pic with Drake - Loses to Khabib Drake supports Serena Williams at US Open - Loses Drake wears Golden State Warriors top - They lose Congratulations Liverpool - 2018/19 Premier League winners! pic.twitter.com/nofKPDLpo3 — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 13, 2019Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool hafi brosað þegar þeir sáu myndina af Sergio Agüero og Drake. Þeir muna sjálfir eftir bölvun hans frá 2014. Sergio Agüero fann ekki mikið fyrir Drake bölvuninni í fyrsta leik því Manchester City vann 7-0 sigur á Schalke 04 í Meistaradeildinni í gær þar sem argentínski framherjinn skoraði tvö fyrstu mörkin. Það eru átta leikir eftir og Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur náð aftur frumkvæðinu með tíu sigrum í síðustu ellefu deildarleikjum og Sergio Agüero hefur skorað 10 mörk í þessum ellefu leikjum. Nú þarf Manchester City ekki bara að vinna Liverpool í titilbaráttunni heldur einnig að sigrast á Drake bölvuninni. Það hefur reynst mörgum frábærum liðum og íþróttamönnum erfitt. Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira
Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er fullur sjálfstraust þessa dagana enda á Manchester City möguleika á því að vinna fjórfalt í ár. Sergio Agüero hefur verið frábær með liði Manchester City á tímabilinu og er þegar kominn með 27 mörk í öllum keppnum þar af átján þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Svo sigurviss er Sergio Agüero orðinn eftir þetta góða gengi sitt og liðsins að hann er ekki einu sinni hræddur við Drake bölvunina..@aguerosergiokun x @Drake last night in town pic.twitter.com/eyoBZzqLUO — Manchester City (@ManCity) March 11, 2019Sergio Agüero tók mynd af sér með kanadíska tónlistarmanninum Drake í byrjun vikunnar en slíkt hefur sjaldan komið vel út fyrir íþróttamenn. Bandarísk háskólalið í körfubolta og fótbolta, UFC bardagakappar, NBA-meistarar og goðsögn í tennisheiminum eru meðal þeirra sem hafa verið fórnarlömb Drake bölvunarinnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Drake bölvunina.Sturridge takes pic with Drake - Liverpool finish 2nd McGregor takes pic with Drake - Loses to Khabib Drake supports Serena Williams at US Open - Loses Drake wears Golden State Warriors top - They lose Congratulations Liverpool - 2018/19 Premier League winners! pic.twitter.com/nofKPDLpo3 — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 13, 2019Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool hafi brosað þegar þeir sáu myndina af Sergio Agüero og Drake. Þeir muna sjálfir eftir bölvun hans frá 2014. Sergio Agüero fann ekki mikið fyrir Drake bölvuninni í fyrsta leik því Manchester City vann 7-0 sigur á Schalke 04 í Meistaradeildinni í gær þar sem argentínski framherjinn skoraði tvö fyrstu mörkin. Það eru átta leikir eftir og Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur náð aftur frumkvæðinu með tíu sigrum í síðustu ellefu deildarleikjum og Sergio Agüero hefur skorað 10 mörk í þessum ellefu leikjum. Nú þarf Manchester City ekki bara að vinna Liverpool í titilbaráttunni heldur einnig að sigrast á Drake bölvuninni. Það hefur reynst mörgum frábærum liðum og íþróttamönnum erfitt.
Enski boltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sjá meira