Sakfelld fyrir að kýla lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 13:24 Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur. FBL/Þórsteinn Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07