Skoða í dag hvort hægt verði að taka skýrslu af ökumanninum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:46 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Adolf Ingi Erlingsson Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ekki hefur enn verið hægt að taka skýrslu af ökumanni bílsins sem fór út af brúnni við Núpsvötn síðastliðinn fimmtudag með þeim afleiðingum að þrír létust og fjórir slösuðust alvarlega. Lögreglan mun skoða hvort hægt verði að taka skýrslu af honum í dag að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ökumaðurinn var einn þeirra og liggur hann enn á sjúkrahúsi ásamt bróður sínum og tveimur börnum sem einnig slösuðust alvarlega. Oddur segir fólkið á batavegi eftir því sem hann best viti. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi. Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi. Oddur segir að verið sé að vinna úr þeim gögnum sem aflað var og þá fer fram krufning á þeim sem létust.Þrír breskir ferðamenn, tveir fullorðnir og eitt barn, létu lífið þegar bílaleigubíll þeirra fór fram af brúnni og féll um sex metra niður af henni.Vísir/JóhannTilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við brúna Aðspurður hvort eitthvað hafi komið út úr þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að notkun öryggisbelta í bílnum og svo aðstæðum á brúnni þegar slysið varð, hvort þar hafi verið hálka eða ísing, segir Oddur það enn til skoðunar. „Eins og kom fram í fréttatilkynningu frá okkur þá er notkun öryggisbúnaðar eitt af því sem er til rannsóknar, meðal annars við rannsókn á ökutæki. Þetta kemur líka inn þegar það er verið að taka framburð af ökumanni og farþega og það er eitthvað sem kemur í ljós líka við krufningu hvort það séu áverkamerki eftir öryggisbelti á þeim látnu,“ segir Oddur. Þá segir að hann þeir sem hafi farið á vettvang slyssins hafi tilkynnt um ísingu bæði austan og vestan við vettvanginn. „En það er ekki hægt að segja með fullri vissu hvort það hafi verið ísing á þeim stað þar sem slysið verður eða ekki,“ segir Oddur.Allt að ár í lokaskýrslu rannsóknarnefndarinnar Spurður út í umfang rannsóknarinnar og hversu langur tími sé eftir af henni segir Oddur að rannsóknir á banaslysum í umferðinni taki venjulega um mánuð. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa að enn sé verið að safna gögnum vegna slyssins. Það geti tekið allt upp í ár þar til niðurstöður nefndarinnar verði gerðar opinberar en ef nefndin telur ástæðu til að ráðast í úrbætur vegna þá verði gefin út bráðabirgðaskýrsla.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Börnin tvö á batavegi Börnin tvö sem slösuðust þegar bifreið fór út af brúnni yfir Núpsvötn eru á batavegi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni´á Suðurlandi. 29. desember 2018 14:18