Enski boltinn

Fyrrum leikmaður United stingur upp á miðverði fyrir félagið: „De Ligt myndi henta vel“

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í leik með Ajax.
De Ligt í leik með Ajax. vísir/getty
Jesper Olsen, fyrrum vængmaður Manchester United og Ajax, segir að Matthisj de Ligt, leikmaður Ajax, myndi henta Manchester United og öðrum stórklúbbum vel.

Þessi nítján ára gamli miðvörður hefur verið orðaður burt frá Ajax næsta sumar en hann er talinn ein af vonarstjörnum Evrópu. Olsen, sem gekk í raðir United frá Ajax 1984, hefur mikla trú á Ligt.

„Það er enginn spurning,“ sagði Olsen aðspurður um hvort að de Ligt gæti spilað við Omnisport. „Ef þú spilar fyrir Ajax þarftu að vera góður leikmaður. Svo auðvitað gæti hann spilað fyrir United.“

De Lilgt kom í gegnum akademíu Ajax og hefur spilað yfir hundrað leiki fyrir aðallið félagsins þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára. Hann spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni 2016, sautján ára gamall.

„Hann gæti komist í öll topplið á þessum tímapunkti. Ég held að núna séu toppliðin flest eins; þau vilja stjórna leikjunum. Svo lengi sem hann fer í eitt af þessum liðum þá held ég að hann gæti hentað öllum þessum liðum.“

De Ligt stýrir vörn Ajax sem er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, eftir frækna frammistöðu í sextán liða úrslitunum þar sem þeir slógu út Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×