Gestir velja plötu þess listamanns sem þeir vilja fræðast um og skella henni á fóninn. Þegar plötunni er snúið birtist sagan á vegg í formi texta, hljóðs, ljósmynda og myndbanda.
Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar, segir að þótt ánægja sé með sýningu safnsins hafi komið upp hugmynd um að gera hana meira gagnvirka til að gefa gestum tækifæri til að kafa ofan í sögu hvers listamanns.

Í plötuspilaranum má meðal annars fræðast um sögu hljómsveitanna Hljóma, Sigurrósar og Kaleo og tónlistarfólks á borð við Björk og Bubba Morthens.

Hlutfall erlendra gesta hækkar
Gagnvirki plötuspilarinn var hannaður í samstarfi við Gagarín. Tómas framkvæmdastjóri safnsins segir að plötuspilarinn hafi virkað vel. „Gestir standa oft í klukkutíma í senn og spyrja hvort það sé til stólar því það taki svo langan tíma að komast í gegnum efnið.“Rokksafn Ísland varð 5 ára í apríl. Tómas segir að hlutfall erlendra gesta hafi hækkað.
„Gestafjöldinn fór úr því að vera 80% Íslendingar í það að vera 50%. Þannig að erlendu gestirnir eru um helmingurinn. Það er mikill sigur fyrir okkur að ná erlendum gestum þar sem við erum stundum bærinn sem fólk keyrir fram hjá þegar það lendir á Íslandi,“ segir Tómas Viktor Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar,