Kyle Walker fyrsti enski markvörðurinn til að verja skot í Meistaradeildinni í þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 10:00 Pep Guardiola fagnar markverðinum Kyle Walker eftir leik. Getty/Michael Regan Kyle Walker er einn af betri hægri bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og tvöfaldur Englandsmeistari með Manchester City. Hjá honum leyndust hins vegar markmannshæfileikar sem fáir vissu um og þeir komu sér vel fyrir Manchester City í gær. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var búinn að nota varamarkvörð sinn þegar Claudio Bravo var rekinn útaf í Meistaradeildinni í gær. Þá voru góð ráð dýr. Guardiola vissi hins vegar greinilega af markmannshæfileikum bakvarðarins því allt í einu sást Kyle Walker gera sig klárann að koma í markið. Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Meistaradeildinni hitti naglann á höfuðið því fljótlega eftir að hann sá rauða spjaldið fara á loft þá nefndi hann möguleikann á að setja Kyle Walker í markið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Claudio Bravo fær rautt og Kyle Walker fer í markið Kyle Walker var síðan kominn í markmannstreyju Claudio Bravo, í hanskana og hljóp svo inn á í markið. Walker þurfti að byrja á því að verja aukaspyrnu á hættulegum stað. Honum tókst það og varð um leið fyrsti enski markvöðurinn í næstum því þrjú ár sem nær að verja skot í Meistaradeildinni.Kyle Walker makes his first save as Manchester City goalkeeper #ChampionsLeague#OptusSportpic.twitter.com/I2hOXr2lpY — Optus Sport (@OptusSport) November 6, 2019 Síðastur á undan Walker til að verja skot í Meistaradeildinni var Ben Hamer í desember 2016. Hann stóð þá í marki Leicester City og varði skot í leik á móti Porto.1 - Kyle Walker was the first English goalkeeper to make a save in the UEFA Champions League since Ben Hamer (for Leicester City vs FC Porto) in December 2016. Unbeatable. (H/T @RichJolly) pic.twitter.com/Zna5b0UKET — OptaJoe (@OptaJoe) November 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Kyle Walker er einn af betri hægri bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og tvöfaldur Englandsmeistari með Manchester City. Hjá honum leyndust hins vegar markmannshæfileikar sem fáir vissu um og þeir komu sér vel fyrir Manchester City í gær. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var búinn að nota varamarkvörð sinn þegar Claudio Bravo var rekinn útaf í Meistaradeildinni í gær. Þá voru góð ráð dýr. Guardiola vissi hins vegar greinilega af markmannshæfileikum bakvarðarins því allt í einu sást Kyle Walker gera sig klárann að koma í markið. Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Meistaradeildinni hitti naglann á höfuðið því fljótlega eftir að hann sá rauða spjaldið fara á loft þá nefndi hann möguleikann á að setja Kyle Walker í markið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Claudio Bravo fær rautt og Kyle Walker fer í markið Kyle Walker var síðan kominn í markmannstreyju Claudio Bravo, í hanskana og hljóp svo inn á í markið. Walker þurfti að byrja á því að verja aukaspyrnu á hættulegum stað. Honum tókst það og varð um leið fyrsti enski markvöðurinn í næstum því þrjú ár sem nær að verja skot í Meistaradeildinni.Kyle Walker makes his first save as Manchester City goalkeeper #ChampionsLeague#OptusSportpic.twitter.com/I2hOXr2lpY — Optus Sport (@OptusSport) November 6, 2019 Síðastur á undan Walker til að verja skot í Meistaradeildinni var Ben Hamer í desember 2016. Hann stóð þá í marki Leicester City og varði skot í leik á móti Porto.1 - Kyle Walker was the first English goalkeeper to make a save in the UEFA Champions League since Ben Hamer (for Leicester City vs FC Porto) in December 2016. Unbeatable. (H/T @RichJolly) pic.twitter.com/Zna5b0UKET — OptaJoe (@OptaJoe) November 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira