Viðskipti innlent

Jólaverslun gekk vel í Kringlunni

Andri Eysteinsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa

Verslun gekk vel í verslunarmiðstöðinni Kringlunni fyrir jól samkvæmt Sigurjóni Erni Þórssyni framkvæmdastjóra Kringlunnar en rætt var við Sigurjón í fréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.

„Jólaverslun hefur gengið eftir samkvæmt orðum seðlabankastjóra um að kaupmenn gæti horft fram á góð jól,“ sagði Sigurjón sem segist ekki hafa fundið fyrir því í tölum að fólk reyni að minnka neyslu í þágu umhverfismála.

„Ég merki það frekar í afstöðu fólks en ekki í tölum um fjölda fólks í húsi,“ segir Sigurjón.

Þá segir Sigurjón að ný viðbót Kringlunnar, Neyðarpakkatakkinn hafi nýst vel. Sigurjón segir að þúsundir Íslendinga hafi með hjálp Neyðarpakkatakkans fundið réttu gjöfina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×