Brunaútsala á áður rándýrum leikmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2019 06:00 Gareth Bale kostaði Real Madrid fúlgur fjár en fer líklega frítt frá félaginu vísir/getty Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Nú þegar deildarkeppnir eru búnar eða að klárast í flestum löndum Evrópu þá fer fótboltinn úti í heimi að snúast um félagsskiptamarkaðinn. Eins og vanalega eru nokkur stór nöfn sem eru í boði fyrir þá sem eiga nóg af seðlum í veskinu. Manchester United vill ólmt losna við Alexis Sanchez og er félagið sagt hringja um allan heim og bjóða hann. Frétt The Times segir forráðamenn United meira að segja tilbúna til þess að borga hluta af launum Sanchez hjá öðru félagi, eins og þeir gerðu fyrir Everton þegar Wayne Rooney fór þangað fyrir tveimur árum. Walesverjinn Gareth Bale er ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane og Real Madrid er sagt bjóða hann frítt. Bale er hins vegar með launakröfur sem ekki allir ráða við. Það sama má segja um Sanchez. Real vill leysa sín vandamál með því að taka inn stórstjörnurnar Eden Hazard, Kylian Mbappe og Neymar. Florentino Perez vill hins vegar losna við það að borga Bale laun fyrir að sitja á bekknum. Þá eru menn í Barcelona ekki fullkomlega ánægðir, þrátt fyrir Spánarmeistaratitil og möguleika á bikartitli, því liðið féll út úr Meistaradeildinni í undanúrslitunum. Sá sem á að taka sökina á sig, ef svo má komast að orði, og menn ætla að losa sig við er Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn kostaði Börsunga 120 milljónir evra fyrir átján mánuðum síðan. Það er nokkuð ljóst að hann er falur fyrir mun minni upphæð miðað við sögusagnir frá Spáni. Þá er nýkrýndur Englandsmeistari Leroy Sane til sölu ef hann skrifar ekki undir framlengingu hjá Manchester City.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira