Helgi: Þurfum að fara að ranka við okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2019 21:29 Helgi Sigurðsson vísir/bára „Þetta var mjög svekkjandi, að fá mark á sig aftur úr föstu leikatriði er ekki nógu gott hjá okkur. Leikurinn var mestmegnis jafn og bæði lið að gefa allt í þetta, mikil barátta og læti og ekki mikið um færi. Súrt að fá á sig mark í lokin,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. Rétt áður en Grindvíkingar komust yfir hafði Helgi skipt um menn í sókninni og sett Geoffrey Castillion inná sem byrjaði á bekknum í kvöld. „Við ætluðum að sækja til sigurs en við breyttum ekki það miklu, settum framherja fyrir framherja. Við þurfum auðvitað bara að dekka í föstum leikatriðum og þetta er hlutur sem þarf að vera í lagi að vera með einbeitingu í 90 mínútur. Það er ekki nóg að vera með það í 89 og okkur er refsað grimmilega fyrir svona mistök,“ bætti Helgi við en Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. „Það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að ranka við okkur. Mér fannst frammistaðan verðskulda eitt stig að lágmarki. Maður getur verðskuldað og verðskuldað ekki, við áttum að fá fleiri stig gegn Val síðast en fengum ekkert. Þetta er bara spurning um einbeitingu og nýta færin þegar þau koma.“ Helgi er þó ekkert farinn að örvænta þrátt fyrir magra stigasöfnun undanfarið. „Ég hef ekkert áhyggjur af leik liðsins, við höfum ekki fengið á okkur mark úr opnum leik og liðin eru ekki að skapa mikið af færum á okkur. Ég hef smá áhyggjur af því að við séum ekki að skora nóg af mörkum og það er eitthvað sem við þurfum að finna svör við. Að öðru leyti er þetta jafnt mót og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Þetta var mjög svekkjandi, að fá mark á sig aftur úr föstu leikatriði er ekki nógu gott hjá okkur. Leikurinn var mestmegnis jafn og bæði lið að gefa allt í þetta, mikil barátta og læti og ekki mikið um færi. Súrt að fá á sig mark í lokin,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld. Rétt áður en Grindvíkingar komust yfir hafði Helgi skipt um menn í sókninni og sett Geoffrey Castillion inná sem byrjaði á bekknum í kvöld. „Við ætluðum að sækja til sigurs en við breyttum ekki það miklu, settum framherja fyrir framherja. Við þurfum auðvitað bara að dekka í föstum leikatriðum og þetta er hlutur sem þarf að vera í lagi að vera með einbeitingu í 90 mínútur. Það er ekki nóg að vera með það í 89 og okkur er refsað grimmilega fyrir svona mistök,“ bætti Helgi við en Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. „Það er nóg eftir af þessu móti en við þurfum að fara að ranka við okkur. Mér fannst frammistaðan verðskulda eitt stig að lágmarki. Maður getur verðskuldað og verðskuldað ekki, við áttum að fá fleiri stig gegn Val síðast en fengum ekkert. Þetta er bara spurning um einbeitingu og nýta færin þegar þau koma.“ Helgi er þó ekkert farinn að örvænta þrátt fyrir magra stigasöfnun undanfarið. „Ég hef ekkert áhyggjur af leik liðsins, við höfum ekki fengið á okkur mark úr opnum leik og liðin eru ekki að skapa mikið af færum á okkur. Ég hef smá áhyggjur af því að við séum ekki að skora nóg af mörkum og það er eitthvað sem við þurfum að finna svör við. Að öðru leyti er þetta jafnt mót og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Fylkir 1-0 | Annar sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann sinn annan sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu Fylki á heimavelli í kvöld. Fylkismenn eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum. 20. maí 2019 21:45