Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 3-2 | Frábær leikur í Krikanum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. maí 2019 22:45 Jakúp skorar sigurmarkið í kvöld. vísir/vilhelm FH sótti 3 mikilvæg stig á heimavelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokaniðurstaða leiksins var 3-2 en leikurinn var frábær skemmtun þar sem bæði lið voru dugleg að sækja og lögðu allt í þetta. FH voru með boltann liggur við allar fyrstu fimm mínútur leiksins. Valsmenn voru hinsvegar fljótir að taka völdin og voru almennt meira sannfærandi allan fyrri hálfleikinn. Miðjan hjá Val var allt í öllu í fyrri hálfleik en þeir unnu hvern boltann á fætur öðrum. Valsmenn náðu þó ekki að skapa sér nein alvöru færi sem kostaði þá dýrt þegar uppi var staðið. Guðmundur Kristjánsson tók á 35. mínútu sprettinn úr miðverðinum með boltann. Haukur Páll brýtur á honum og gefur FH aukaspyrna nálægt teig gestanna. Brandur Olsen nýtti þessa aukaspyrnu vel og skrúfaði boltann inná teiginn þar sem Orri Sigurður Ómarsson ýtti í bakið á Birni Daníel. Ívar Orri dómari leiksins benti beint á punktinn. Brandur Olsen fór á punktinn og kláraði af miklu öryggi framhjá landsliðsmarkverðinum. Valsmenn mættu grimmir inn í seinni hálfleikinn og voru búnir að skjóta í átt að markinu þrisvar sinnum á fyrstu fimm mínútunum. Hornspyrnur Valsmanna voru áhrifaríkar í kvöld enda voru þær líka gríðarlega margar. Valsmenn fengu tæplega 15 hornspyrnur enda voru þeir mikið að sækja á móti mjög þéttri FH vörn. Valsmenn héldu áfram að sækja og sækja án árangurs þangað til á 69. mínútu. Þá reyndi Vignir Jóhannesson markmaður FH að kýla boltann í burtu eftir hornspyrnu en hitti boltann varla. Niðurstaðan var að boltinn skoppaði fyrir framan Eið Aron Sigurbjörnsson sem skoraði af öryggi.Hart barist í kvöld.vísir/vilhelmFH eru í ár eins og flest ár með breiðan hóp og það sást vel á skiptingunum sem þeir gerðu í kjölfarið af marki Valsmanna. Inn komu Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þessir menn gjörbreyttu leiknum. Þeir voru búnir að vera inná í rúmlega 5 mínútur þegar Steven Lennon kom FH yfir á ný. Aftur var markið eftir fast leikatriði en Bjarni Ólafur skallaði hornspyrnu FH frá teignum. Frákastið fór beint á Steven Lennon sem afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið. Valsmenn gáfust þó ekki strax upp en þeir héldu áfram að sækja hornspyrnur. Þeir voru síðan ekki lengi að skora en einungis þremur mínútum síðar skoraði Ólafur Karl Finsen með skalla, aftur var markið eftir hornspyrnu. Bæði lið fóru að sækja hratt eftir markið og sást vel að ákefðin var gríðarlega mikil. Á 86. mínútu gleymdi Valsvörnin sér alveg. Hjörtur Logi kom með langa fyrirgjöf frá vinstri kantinum yfir á hægri þar sem Halldór Orri var mættur. Halldór var rólegur og gaf boltann út í teiginn þar sem Steven Lennon komst í hann alveg einn. Lennon gaf þó frábæra sendingu á Jákup Thomsen sem stóð aleinn á fjærstönginni og kláraði auðveldlega. Valsmenn sóttu eitthvað í lokin en voru aldrei nálægt því að jafna aftur í þessum hasarleik.Ólafur jafnar metin í 2-2.vísir/vilhelmAf hverju vann FH?Þeir lentu aldrei undir og þrátt fyrir að Valsmenn hafi oft legið á þeim þegar þeir voru yfir voru FHingar alltaf þéttir tilbaka. Þrautsegjan á lokasprettinum að ná að skora fimmta markið var auðvitað frábær og það var ákveðinn meistarabragur yfir þessu. Hverjir stóðu upp úr?Steven Lennon kom inná og kláraði þennan leik. Um leið og hann kom inná var hann hættulegur og minnti alla á hvað hann er góður í fótbolta. Mark og stoðsending á rúmum 20 mínútum er náttúrulega frábær árangur og hvað þá á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals. FH vörnin var heilt yfir mjög þétt og þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Dekkningin í þessum mörkum er kannski spurningamerki en þeir þurftu líka að dekka tæplega 15 hornspyrnur í leiknum og það kom sjaldan hætta úr þeim. Ólafur Karl Finsen var mjög góður í kvöld. Auðvitað er auðvelt að horfa á mörkin og segja að hann hafi verið frábær enda skoraði hann eitt og lagði eiginlega hitt upp en það er ekki bara það. Hann vann rosalega vel á miðjunni og á góðu köflum Valsmanna var Ólafur Karl allt í öllu. Miðjan hjá Val var heilt yfir góð í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir unnu boltann trekk í trekk. Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki nægilega beittir í lokaþriðjungnum í kvöld. Þeir skoruðu bæði mörkin sín úr hornspyrnum en þeir sköpuðu annars lítið af færum úr opnum leik. Það opnaðist um sóknarleikinn þegar Kristinn Freyr kom inná og það verður athyglisvert að sjá hvort þeir verði beittari þegar hann byrjar að spila heila leiki á ný. Allt hjá Val í lokamarkinu gekk illa mætti segja. Ólafur Karl missir boltann klaufalega og síðan skiptust menn bara á að gera mistök þangað til að Jákup kom boltanum í netið.Hvað gerist næst?FHingar halda áfram að elta toppsætið en þeir fara á Würth völlinn þar sem þeir heimsækja Fylki. FH geta með sigri jafnað ÍA á toppi deildarinnar með 13 stig. Valsmenn fá Blika í heimsókn á sunnudaginn en stig úr þeim leik gæti hjálpað þeim mikið í fallbaráttunni.Ólafur var líflegur í kvöld.vísir/vilhelmÓli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.” Pepsi Max-deild karla
FH sótti 3 mikilvæg stig á heimavelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í kvöld. Lokaniðurstaða leiksins var 3-2 en leikurinn var frábær skemmtun þar sem bæði lið voru dugleg að sækja og lögðu allt í þetta. FH voru með boltann liggur við allar fyrstu fimm mínútur leiksins. Valsmenn voru hinsvegar fljótir að taka völdin og voru almennt meira sannfærandi allan fyrri hálfleikinn. Miðjan hjá Val var allt í öllu í fyrri hálfleik en þeir unnu hvern boltann á fætur öðrum. Valsmenn náðu þó ekki að skapa sér nein alvöru færi sem kostaði þá dýrt þegar uppi var staðið. Guðmundur Kristjánsson tók á 35. mínútu sprettinn úr miðverðinum með boltann. Haukur Páll brýtur á honum og gefur FH aukaspyrna nálægt teig gestanna. Brandur Olsen nýtti þessa aukaspyrnu vel og skrúfaði boltann inná teiginn þar sem Orri Sigurður Ómarsson ýtti í bakið á Birni Daníel. Ívar Orri dómari leiksins benti beint á punktinn. Brandur Olsen fór á punktinn og kláraði af miklu öryggi framhjá landsliðsmarkverðinum. Valsmenn mættu grimmir inn í seinni hálfleikinn og voru búnir að skjóta í átt að markinu þrisvar sinnum á fyrstu fimm mínútunum. Hornspyrnur Valsmanna voru áhrifaríkar í kvöld enda voru þær líka gríðarlega margar. Valsmenn fengu tæplega 15 hornspyrnur enda voru þeir mikið að sækja á móti mjög þéttri FH vörn. Valsmenn héldu áfram að sækja og sækja án árangurs þangað til á 69. mínútu. Þá reyndi Vignir Jóhannesson markmaður FH að kýla boltann í burtu eftir hornspyrnu en hitti boltann varla. Niðurstaðan var að boltinn skoppaði fyrir framan Eið Aron Sigurbjörnsson sem skoraði af öryggi.Hart barist í kvöld.vísir/vilhelmFH eru í ár eins og flest ár með breiðan hóp og það sást vel á skiptingunum sem þeir gerðu í kjölfarið af marki Valsmanna. Inn komu Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þessir menn gjörbreyttu leiknum. Þeir voru búnir að vera inná í rúmlega 5 mínútur þegar Steven Lennon kom FH yfir á ný. Aftur var markið eftir fast leikatriði en Bjarni Ólafur skallaði hornspyrnu FH frá teignum. Frákastið fór beint á Steven Lennon sem afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið. Valsmenn gáfust þó ekki strax upp en þeir héldu áfram að sækja hornspyrnur. Þeir voru síðan ekki lengi að skora en einungis þremur mínútum síðar skoraði Ólafur Karl Finsen með skalla, aftur var markið eftir hornspyrnu. Bæði lið fóru að sækja hratt eftir markið og sást vel að ákefðin var gríðarlega mikil. Á 86. mínútu gleymdi Valsvörnin sér alveg. Hjörtur Logi kom með langa fyrirgjöf frá vinstri kantinum yfir á hægri þar sem Halldór Orri var mættur. Halldór var rólegur og gaf boltann út í teiginn þar sem Steven Lennon komst í hann alveg einn. Lennon gaf þó frábæra sendingu á Jákup Thomsen sem stóð aleinn á fjærstönginni og kláraði auðveldlega. Valsmenn sóttu eitthvað í lokin en voru aldrei nálægt því að jafna aftur í þessum hasarleik.Ólafur jafnar metin í 2-2.vísir/vilhelmAf hverju vann FH?Þeir lentu aldrei undir og þrátt fyrir að Valsmenn hafi oft legið á þeim þegar þeir voru yfir voru FHingar alltaf þéttir tilbaka. Þrautsegjan á lokasprettinum að ná að skora fimmta markið var auðvitað frábær og það var ákveðinn meistarabragur yfir þessu. Hverjir stóðu upp úr?Steven Lennon kom inná og kláraði þennan leik. Um leið og hann kom inná var hann hættulegur og minnti alla á hvað hann er góður í fótbolta. Mark og stoðsending á rúmum 20 mínútum er náttúrulega frábær árangur og hvað þá á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals. FH vörnin var heilt yfir mjög þétt og þeir hleyptu ekki mörgum færum á sig. Dekkningin í þessum mörkum er kannski spurningamerki en þeir þurftu líka að dekka tæplega 15 hornspyrnur í leiknum og það kom sjaldan hætta úr þeim. Ólafur Karl Finsen var mjög góður í kvöld. Auðvitað er auðvelt að horfa á mörkin og segja að hann hafi verið frábær enda skoraði hann eitt og lagði eiginlega hitt upp en það er ekki bara það. Hann vann rosalega vel á miðjunni og á góðu köflum Valsmanna var Ólafur Karl allt í öllu. Miðjan hjá Val var heilt yfir góð í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þeir unnu boltann trekk í trekk. Hvað gekk illa?Valsmenn voru ekki nægilega beittir í lokaþriðjungnum í kvöld. Þeir skoruðu bæði mörkin sín úr hornspyrnum en þeir sköpuðu annars lítið af færum úr opnum leik. Það opnaðist um sóknarleikinn þegar Kristinn Freyr kom inná og það verður athyglisvert að sjá hvort þeir verði beittari þegar hann byrjar að spila heila leiki á ný. Allt hjá Val í lokamarkinu gekk illa mætti segja. Ólafur Karl missir boltann klaufalega og síðan skiptust menn bara á að gera mistök þangað til að Jákup kom boltanum í netið.Hvað gerist næst?FHingar halda áfram að elta toppsætið en þeir fara á Würth völlinn þar sem þeir heimsækja Fylki. FH geta með sigri jafnað ÍA á toppi deildarinnar með 13 stig. Valsmenn fá Blika í heimsókn á sunnudaginn en stig úr þeim leik gæti hjálpað þeim mikið í fallbaráttunni.Ólafur var líflegur í kvöld.vísir/vilhelmÓli Kristjáns vitnaði í Miðflokkinn á Klaustur og Bróðir minn Ljónshjarta eftir sigurinn á Val FH vann Val 3-2 í köld í Pepsi Max deild karla. FH komust í þrígang yfir en fyrstu tvö skiptin náðu Valsmenn að jafna. Það þurfti mikla þrautsegju af hálfu FH til að klára leikinn og Ólafur Kristjánsson var eins og við mátti búast í frábæru skapi eftir leikinn. „Við vorum að spila við sært dýr. Við vorum að spila við gott Valslið. Þetta er lið sem setti pressu á okkur í seinni hálfleik og við vorum smá klaufar að spila okkur ekki aðeins betur út úr pressunni,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH beint eftir leik. FH gerði tvöfalda skiptingu á 73. mínútu. Inn komu þeir Davíð Þór Viðarsson og Steven Lennon en þá þarf ekki að kynna fyrir fólki enda frábærir knattspyrnumenn. „Þeir leikmenn sem voru teknir útaf voru ekkert endilega í brasi en það kom orka með nýjum mönnum. Það var geggjað að taka þetta svona á trúnni í lokinn.” Steven Lennon skoraði annað markið og lagði síðan upp sigurmarkið. Hversu gott er að hafa einn svona Steven Lennon tilbúinn á bekknum? „Það er frábært, ég væri alveg til í að hafa tvo.” Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark í leiknum eftir hornspyrnu. Í fljótu bragði lítur bara út eins og Vignir Jóhannesson hafi kiksað boltann og liggur við lagt upp mark Valsmanna. Ólafur var þó alls ekki sammála því. „Ég held að við höfum átt að eiga markspyrnu. Síðan er þetta orðið þannig að það má böðlast og djöflast í markmönnunum inni í teig. Mér fannst Vignir bara ekki fá að athafna sig. Þeir skoruðu en mér er alveg keng sama um það núna. Karakterinn að koma tilbaka var frábær.” Með sigrinum eru FH komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. Ólafur er þó alls ekki tilbúinn að fara í yfirlýsingar of fljótt eftir hvern einasta leik. Ólafur deild líka með okkur að áhuga sínum á sögunni Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. „Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir. Við undirbúum okkar bara fyrir Fylkisleikinn og hvað gerist þá en það verður bara að koma í ljós.”