Alan Shearer segir þetta City lið vera það besta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 08:30 Sergio Aguero fagnar Englandsmeistaratitlinum með Manchester City. Getty/ Shaun Botterill Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en sannfærður að enska úrvalsdeildin hafi aldrei séð betra lið en lið Manchester City sem hefur unnið Englandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil. Alan Shearer skrifaði pistil á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann rökstyður þessa afstöðu sína. „Það er margt sem gerir Manchester City að besta liði ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en ég hrífst mest af hungri þeirra og þrá. Þeir vilja alltaf meira, fleiri mörk og fleiri titla,“ skrifaði Alan Shearer. „Það eru líka aðferðir þeirra til að ná í öll þessi mörk og alla þessa titla sem gerir þetta frábrugðið öðrum liðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifaði Shearer.Man United 1998-99 Arsenal 2003-04 Man City 2018-19 @alanshearer believes this current Man City team are the GREATEST ever Premier League team. Here's why: https://t.co/4y1apwDdCSpic.twitter.com/BCnEjQNmaC — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2019„Ég spilaði á móti þrennuliði Manchester United tímabilið 1998-99 og á móti ósigraða Arsenal-liðinu tímabilið 2003-04. Ég veit því hversu góð þessi tvö lið voru. City er aftur á móti að gera hluti sem við höfum ekki séð áður,“ skrifaði Shearer. „United-liðið frá 1999 var frábært sóknarlið sem gerði út af við þig með hraða sínum fram völlinn,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Arsenal-liðin á fyrstu árum Arsene Wenger voru brautryðjendur á sinn hátt með því að halda boltanum og gáti síðan spilað sig í gegnum þig á einu augnabliki,“ skrifaði Shearer. „Það var hræðilegt að spila á móti báðum þessum liðum en þetta City lið fer með erfiðleikastuðullinn upp á allt annað stig. Við vitum hversu góð lið Pep Guardiola hafa verið að halda boltanum en þetta City-lið er stanslaus að reyna að komast aftur í boltann þegar mótherjinn er með hann,“ skrifaði Shearer. „Við könnumst vel við Barcelona-liðið hans Guardiola og nú hefur hann útfært þann leikstíl fyrir ensku úrvalsdeildin. Það var erfitt hjá honum á fyrsta tímabilinu og liðið vann engan titil. Síðan þá hefur liðið unnið fimm af sex titlum í boði,“ skrifaði Shearer. „Bæði á þessu tímabili og tímabilinu í fyrra þá hefur City sett markið hærra en við höfum séð síðan að ensku úrvalsdeildina var stofnuð árið 1992. Ég get samt ekki sagt að City sé með besta liðið sem ég hef séð á minni ævi því ég ólst upp við að horfa á frábæru Liverpool-liðin á áttunda og níunda áratugnum,“ skrifaði Shearer. „City hefur ekki náð árangri í Evrópu eins og Liverpool liðin frá þessum árum. En þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er þetta einstakt lið,“ skrifaði Shearer en það má nálgast allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira