Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 12:30 Helga Vala segir möguleika erlendra borgara til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. visir/vilhelm Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala. Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Vinnuveitandi japanskrar konu sem var synjað um atvinnuleyfi og áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir leiðbeiningaskyldu stjórnvalda ríka og brot á skyldunni geti varðað ógildingu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær fjölluðum við um japanska konu sem búið hefur hér undanfarin fjögur ár en hefur verð synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi. Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska sfnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þetta. „Þá virðast stjórnvöldum slétt sama um það þó að manneskjan hafi verið að sinna þessu starfi um eitthvert skeið og hafi þessa sérþekkingu að vera íslenskumælandi, japönskumælandi og enskumælandi sem hlýtur að teljast afskaplega sérstakt og mikilvægt,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir möguleika erlendra borgar til að búa og starfa á Íslandi nánast ómögulega. „Það er pólitísk ákvörðun að galopna landið fyrir erlendu farandverkafólki sem stoppar stutt, hefur ekkert félagslegt net. Langar í rauninni ekkert að vera á Íslandi frekar en í öðrum ríkjum heldur bara komið til þess að vinna stutt og fara heim með peningana. Skilja ekkert eftir,“ sagði Helga Vala. Japanska konan sem um ræðir heiti Momo og hefuð starfað hjá Special Tours. Skrifstofustjóri fyrirtækisins segir leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun hafa verið óskýrar og mikið um misvísandi svör þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir Momo. „Öll stjórnvöld sem fást við málefni einstaklinga hafa ríka leiðbeiningaskyldu, þetta er í rauninni kæranlegt í sjálfu sér að hafa ekki fengið nægar leiðbeiningar frá stjórnvaldi og getur orsakað það að ákvörðun er afturkölluð eða ógild,“ sagði Helga Vala.
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15