Úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til hann verður fluttur frá landi Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 11:07 Landsréttur staðfesti hinn áfrýjaða úrskurð. Vísir/Vilhelm Þriðjudaginn 9. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur úrskurð hæstaréttar í máli hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald 6. júlí síðastliðinn á grundvelli laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Lögmaður varnaraðila krafðist þess fyrir landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum yrði gert að sæta farbanni. Umsókn um alþjóðlega vernd ekki tekin til efnislegrar meðferðar Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá laugardeginum 6. júlí síðastliðinn segir að degi áður hafi kærði verið handtekinn vegna gruns um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Við skoðun í kerfum lögreglu kom í ljós að maðurinn dvaldi hér á landi ólöglega en honum hafði verið birt ákvörðun Útlendingastofnunar um að umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar. Þá segir að kærði skuli fluttur til Frakklands og lögregla skuli framkvæma flutninginn.Í ákvörðun Útlendingastofnunar segir að kærði eigi að baki þrjár aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi.Talið var ljóst út frá þeim upplýsingum að kærði dveljist ólöglega á Íslandi, lögregla taldi miklar líkur á því að kærði láti sig hverfa áður en flutningur úr landi kæmist í framkvæmd.„Lögreglustjóri telur nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar og til að tryggja nærveru kærða og framkvæmd flutningsins,“ segir í úrskurðinum en bætt er við að mat lögreglu sé á þann veg að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum.Héraðsdómur hafði fallist á málflutning sóknaraðila og staðfesti Landsréttur úrskurðinn með vísan til forsenda úrskurðar héraðsdóms.Úrskurðinn í heild sinni má nálgast hér. Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þriðjudaginn 9. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur úrskurð hæstaréttar í máli hælisleitanda sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald 6. júlí síðastliðinn á grundvelli laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Lögmaður varnaraðila krafðist þess fyrir landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum yrði gert að sæta farbanni. Umsókn um alþjóðlega vernd ekki tekin til efnislegrar meðferðar Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá laugardeginum 6. júlí síðastliðinn segir að degi áður hafi kærði verið handtekinn vegna gruns um þjófnað í verslun í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Við skoðun í kerfum lögreglu kom í ljós að maðurinn dvaldi hér á landi ólöglega en honum hafði verið birt ákvörðun Útlendingastofnunar um að umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar. Þá segir að kærði skuli fluttur til Frakklands og lögregla skuli framkvæma flutninginn.Í ákvörðun Útlendingastofnunar segir að kærði eigi að baki þrjár aðrar umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi.Talið var ljóst út frá þeim upplýsingum að kærði dveljist ólöglega á Íslandi, lögregla taldi miklar líkur á því að kærði láti sig hverfa áður en flutningur úr landi kæmist í framkvæmd.„Lögreglustjóri telur nauðsynlegt að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar og til að tryggja nærveru kærða og framkvæmd flutningsins,“ segir í úrskurðinum en bætt er við að mat lögreglu sé á þann veg að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum.Héraðsdómur hafði fallist á málflutning sóknaraðila og staðfesti Landsréttur úrskurðinn með vísan til forsenda úrskurðar héraðsdóms.Úrskurðinn í heild sinni má nálgast hér.
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira