Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2019 16:03 Vegfarendur hafa í tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn, sem var opnuð með borðaklippingu þann 4. október árið 2017 eftir að flóð eyðilagði gömlu brúna, sem sést í vinstra megin. Vísir/Jói K. Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak hf. um smíði tveggja nýrra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá. Ístak átti lægsta boð upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Athygli vakti að engin tilboð bárust þegar smíði nýrrar brúar yfir Steinavötn var fyrst boðin út í vor. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Útboð fór fram að nýju í haust og bárust þá sex tilboð. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vegagerðarinnar í gær.Mynd/Vegagerðin, G. Pétur Matthíasson. Brúin yfir Steinavötn skemmdist haustið 2017 þegar grófst undan einum stöpli brúarinnar í vatnavöxtum. Brúin var komin til ára sinna, 55 ára gömul og 102 metra löng. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á innan við viku, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í verkinu felst smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 2021. Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak hf. um smíði tveggja nýrra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá. Ístak átti lægsta boð upp á 770 milljónir króna, sem var 1,2 prósentum eða níu milljónum króna yfir áætluðum verktakakostnaði, en hann var 761 milljón króna. Athygli vakti að engin tilboð bárust þegar smíði nýrrar brúar yfir Steinavötn var fyrst boðin út í vor. Þó var þetta eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði. Útboð fór fram að nýju í haust og bárust þá sex tilboð. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vegagerðarinnar í gær.Mynd/Vegagerðin, G. Pétur Matthíasson. Brúin yfir Steinavötn skemmdist haustið 2017 þegar grófst undan einum stöpli brúarinnar í vatnavöxtum. Brúin var komin til ára sinna, 55 ára gömul og 102 metra löng. Þurfti að hafa hraðar hendur og byggja bráðabirgðabrú, en það var gert á innan við viku, að því er segir á vef Vegagerðarinnar. Í verkinu felst smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa. Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn. Verkinu á að vera lokið 1. apríl 2021.
Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02 Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00
Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. 23. júlí 2019 20:02
Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna. 5. nóvember 2019 20:45