Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 13:00 Lilja skipaði Kára formann stjórnar en situr nú uppi með það að hann ætlar sér að taka sjálfstæða ákvörðun um hver verður útvarpsstjóri. visir/vilhelm „Nei, það er stjórnin sem sér alfarið um þetta eins og þjóðin sér. Ég er til að mynda ósammála henni varðandi það að birta ekki listann en hún tekur sína ákvörðun eins og þið sjáið,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í Víglínunni um helgina. Hún var þá spurð út í þá kenningu að hún væri fyrir löngu búin að ákveða hver verði útvarpsstjóri og þetta sé einskonar leikrit í kringum það hver sest í þann stól. Hvort hún væri með einhvern í huga? Stífni eða störukeppni er uppi milli Lilju og stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. um hver eigi að hafa lokaorðið um hver verður ráðinn útvarpsstjóri. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis auk þess sem ýmislegt sem styður þá staðhæfingu. Fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að Lilja vilji hafa sitt að segja um hver sest í stöðuna eins og hefðin kveður á um en Kári Jónasson formaður stjórnar ætli ekki að láta segja sér fyrir verkum í þeim efnum. Magnús Geir talinn fulltrúi Illuga Ekki er um það deilt hver hefur formlega um það að segja en til þess ber að líta að Lilja tilnefnir Kára sem formann stjórnarinnar. Og ávallt hefur verið litið svo á að það fyrirkomulag þýði einfaldlega að hún eigi að hafa sitt að segja um það þegar útvarpsstjóri er ráðinn. Þannig sé þetta einfaldlega hugsað. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vilja ekki birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra.visir/vilhelm Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út á miðnætti. Hann var framlengdur um viku og er óútskýrt hvers vegna gripið var til þess ráðs. Eins og fram hefur komið sótti Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóri um stöðu þjóðleikhússtjóra, fékk stöðuna sem svo þýddi að staða útvarpsstjóra er nú laus. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp vegna þeirrar til þess að gera óvæntu stöðu. Að þetta hafi verið leikflétta til að stjórnarflokkarnir geti komið sínum manni að í Ríkisútvarpið ohf.; í stöðu sem þykir skipta verulegu máli. Stjórnmálaflokkarnir, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, hafa metið það svo að mikilvægt sé að þeir hafi sinn fulltrúa innan fjölmiðilsins. Slíkt sé eðlilegt þar sem stofnunin sé í eigu þjóðarinnar og við búum við fulltrúalýðræði; stjórnmálamenn séu fulltrúar fólksins. Pólitískar tengingar útvarpsstjóra Sé litið yfir þá sem gegnt hafa þessari stöðu þá eru þeir þessir: Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1952-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Magnús Geir Þórðarson (2014-2019) Stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi í tíð Páls þannig að Magnús Geir er sá fyrsti sem er skipaður útvarpsstjóri eftir að það fyrirkomulag var í lög leitt. Strik í reikninginn setur, eins og áður sagði, að lögum samkvæmt er það stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem skipar í stöðuna. Eða eins og segir í lögum um starfssvið stjórnarinnar meðal annars: „Að ráða útvarpsstjóra og leysa hann frá störfum. Er stjórn skylt að auglýsa stöðu útvarpsstjóra opinberlega.“ En, það er þröng túlkun á stöðunni. Áður en Magnús Geir varð útvarpsstjóri 2014 sat hann í stjórn stofnununarinnar og var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Ríkisútvarpsins. Það var því alltaf litið svo á að Illugi Gunnarsson þáverandi menntamálaráðherra hafi átt lokaorðið um það hver settist í stólinn þá. Kári ætlar hins vegar að gefa lítið fyrir þá „hefð“ og túlka lagastafinn bókstaflega. Valið á stjórninni En, hvernig er valið í stjórn Ríkisútvarpsins? Í níundu grein laga um Ríkisútvarpið segir að stjórn skuli kosin á aðalfundi. Hana skipa níu menn. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Fyrir stjórnarkjör á aðalfundi skal Alþingi tilnefna, með hlutbundinni kosningu, níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Þetta þýðir með öðrum orðum að þingið þarf að komast að samkomulagi um hverjir sitja í stjórninni, stjórnarmenn sitja eftir atvikum í stjórn sem fulltrúar flokkanna. Páll Magnússon telur að stjórn Ríkisútvarpsins eigi að íhuga það hið minnsta hvort ekki sé vert að hún segi af sér og ef ekki að eigin frumkvæmi, að ráðherra hlutist til um málið.visir/vilhelm Komið hefur til mikilla átaka á þinginu einmitt vegna þess og má í því sambandi benda á þegar Píratar vildu fá Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara sem sinn aðalmann í stjórnina settu stjórnarflokkarnir, sem þá voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sig upp á móti því. Þingið og ráðherrar telja sig með öðrum orðum eiga að hafa sitt að segja um hvernig stjórnin er skipuð og þar með hver ræðst í stól útvarpsstjóra. Stjórnarmenn eru sumir fulltrúar flokkanna. Stjórnin undirstrikar sjálfstæði sitt með leynd Talsvert hefur verið fjallað um þá ákvörðun stjórnar að birta ekki lista yfir umsækjendur. Þetta er fordæmalaust. Fyrir liggur að það er í trássi við vilja Lilju. Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp á þingi og taldi þetta, auk svartrar skýrslu Ríkisendurskoðanda, þess eðlis að stjórnin ætti að víkja. Lilja sagði í fyrrnefndri Víglínu þau Pál geta verið þessarar skoðunar en svona séu lögin og ef vinna eigi að umbótum verði að gera það með lagabreytingum. „Þarna verður stjórn Ríkisútvarpsins að svara fyrir það. Ég hef sagt og það er mín skoðun að það sé skynsamlegast að birta listann. Þetta er ekki eins og hvað annað starf,“ sagði Lilja. Þóra Arnórsdóttir. Ekki liggur fyrir hvort hún er meðal umsækjenda en óvænt sjálfstæðisbarátta stjórnarinnar gæti aukið möguleika hennar. Vísir hefur fjallað talsvert um þetta mál og kærði meðal annars þessa leynd um umsækjendur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði að stjórn væri þetta heimilt þó ekki beri að skilja þann úrskurð sem svo að þetta sé eitthvað sem stjórnin hefði átt að gera. Kári hefur vísað til þess að með leyndinni sé verið að stuðla að því að betri umsækjendur fáist. Hann vísaði þar til ráðlegginga frá Capacent. Fréttastofa ræddi við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra Capacent sem sagði að Capacent hafi reifað ýmsa valmöguleika en það sé umbjóðandans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ sagði Halldór. Eykur möguleika Þóru Arnórsdóttur En, hvað þýðir þessi óvænta staða, að stjórn telji sig algerlega óbundna af vilja stjórnvalda í þessum efnum? Breytir þetta að einhverju leyti stöðu umsækjenda? Ekki er úr vegi að ætla að svo sé. Fyrir rúmum mánuði fór Vísir á stúfana og tók saman grein um hver yrði hugsanlega næsti útvarpsstjóri? Var rætt við fjölda álitsgjafa sem þekkja vel til. Samdóma álit þeirra var að líklega yrði næsti útvarpsstjóri kona. Það sem athyglisvert er í þessu samhengi er að engum þeirra sem Vísir ræddi við kom annað til hugar en að Lilja hefði sitt að segja um hver settist í stólinn. Svo virðist sem hugsanlegt tromp Lilju um að fá því ráðið hver mun setjast í stól útvarpsstjóra sé orðið að engu vegna sjálfstæðistilburða stjórnar.visir/vilhelm Þar var viðruð sú kenning að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sé líklegur kandídat. Var það rökstutt svo að með þeirri ráðningu mætti Lilja vænta betra veðurs innan ríkisstjórnarinnar, að hún ætti hönk uppí bak Bjarna, og gæti þannig komið málum sínum betur fram. Aðrir sem álitsgjafar nefndu sem líklega útvarpsstjóra voru Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu en hún hefur gefið það út að hún muni ekki sækja um. Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrum aðalritstjóri 365 miðla, en hún er meðal umsækjenda og svo Þóra Arnórsdóttir starfsmaður Ríkisútvarpsins til fjölda ára. Möguleikar hennar voru, vegna meintra pólitískra tenginga hennar við Samfylkingu sem fyrrverandi ungur jafnaðarmaður, metnir minni en meiri. Þá á þeim forsendum að það væri í trássi við vilja stjórnarflokkanna að einstaklingur sem kenna má við Samfylkinguna setjist í stólinn. Nú, þegar stjórnin hefur lýst yfir sjálfstæði sínu í málinu, má ætla að möguleikar hennar batni. Ekki liggur fyrir hvort Þóra Arnórsdóttir er meðal umsækjenda.Í stjórn og varastjórn sitja ýmsir sem hafa í gegnum tíðina starfað hjá Ríkisútvarpinu ofh. svo sem Kári sjálfur, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Lára Hanna, Jón Ólafsson og Ólína Kerúlf Þorvaldsdóttir.Uppfært 15:22 Í fyrri útgáfu þessarar samantektar, þar sem fjallað er um hvernig velst í stjórnina, var vitnað í eldri gerð laga um Ríkisútvarpið. Þetta ætti þó ekki að breyta efni umfjöllunarinnar. Alþingi Fjölmiðlar Fréttaskýringar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26 Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Nei, það er stjórnin sem sér alfarið um þetta eins og þjóðin sér. Ég er til að mynda ósammála henni varðandi það að birta ekki listann en hún tekur sína ákvörðun eins og þið sjáið,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í Víglínunni um helgina. Hún var þá spurð út í þá kenningu að hún væri fyrir löngu búin að ákveða hver verði útvarpsstjóri og þetta sé einskonar leikrit í kringum það hver sest í þann stól. Hvort hún væri með einhvern í huga? Stífni eða störukeppni er uppi milli Lilju og stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. um hver eigi að hafa lokaorðið um hver verður ráðinn útvarpsstjóri. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis auk þess sem ýmislegt sem styður þá staðhæfingu. Fullyrt er í eyru blaðamanns Vísis að Lilja vilji hafa sitt að segja um hver sest í stöðuna eins og hefðin kveður á um en Kári Jónasson formaður stjórnar ætli ekki að láta segja sér fyrir verkum í þeim efnum. Magnús Geir talinn fulltrúi Illuga Ekki er um það deilt hver hefur formlega um það að segja en til þess ber að líta að Lilja tilnefnir Kára sem formann stjórnarinnar. Og ávallt hefur verið litið svo á að það fyrirkomulag þýði einfaldlega að hún eigi að hafa sitt að segja um það þegar útvarpsstjóri er ráðinn. Þannig sé þetta einfaldlega hugsað. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vilja ekki birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra.visir/vilhelm Umsóknarfrestur um stöðu útvarpsstjóra rann út á miðnætti. Hann var framlengdur um viku og er óútskýrt hvers vegna gripið var til þess ráðs. Eins og fram hefur komið sótti Magnús Geir Þórðarson fráfarandi útvarpsstjóri um stöðu þjóðleikhússtjóra, fékk stöðuna sem svo þýddi að staða útvarpsstjóra er nú laus. Ýmsar samsæriskenningar hafa sprottið upp vegna þeirrar til þess að gera óvæntu stöðu. Að þetta hafi verið leikflétta til að stjórnarflokkarnir geti komið sínum manni að í Ríkisútvarpið ohf.; í stöðu sem þykir skipta verulegu máli. Stjórnmálaflokkarnir, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, hafa metið það svo að mikilvægt sé að þeir hafi sinn fulltrúa innan fjölmiðilsins. Slíkt sé eðlilegt þar sem stofnunin sé í eigu þjóðarinnar og við búum við fulltrúalýðræði; stjórnmálamenn séu fulltrúar fólksins. Pólitískar tengingar útvarpsstjóra Sé litið yfir þá sem gegnt hafa þessari stöðu þá eru þeir þessir: Jónas Þorbergsson (1930-1953) Sigurður Þórðarson (settur) (1950-1952) Vilhjálmur Þ. Gíslason (1952-1967) Andrés Björnsson (1968-1986) Markús Örn Antonsson (1985-1991) Heimir Steinsson (1991-1996) Pétur Guðfinnsson (settur) (1996-1997) Markús Örn Antonsson (1998-2005) Páll Magnússon (2005-2013) Magnús Geir Þórðarson (2014-2019) Stofnunin var gerð að opinberu hlutafélagi í tíð Páls þannig að Magnús Geir er sá fyrsti sem er skipaður útvarpsstjóri eftir að það fyrirkomulag var í lög leitt. Strik í reikninginn setur, eins og áður sagði, að lögum samkvæmt er það stjórn Ríkisútvarpsins ohf. sem skipar í stöðuna. Eða eins og segir í lögum um starfssvið stjórnarinnar meðal annars: „Að ráða útvarpsstjóra og leysa hann frá störfum. Er stjórn skylt að auglýsa stöðu útvarpsstjóra opinberlega.“ En, það er þröng túlkun á stöðunni. Áður en Magnús Geir varð útvarpsstjóri 2014 sat hann í stjórn stofnununarinnar og var þar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Ríkisútvarpsins. Það var því alltaf litið svo á að Illugi Gunnarsson þáverandi menntamálaráðherra hafi átt lokaorðið um það hver settist í stólinn þá. Kári ætlar hins vegar að gefa lítið fyrir þá „hefð“ og túlka lagastafinn bókstaflega. Valið á stjórninni En, hvernig er valið í stjórn Ríkisútvarpsins? Í níundu grein laga um Ríkisútvarpið segir að stjórn skuli kosin á aðalfundi. Hana skipa níu menn. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum. Fyrir stjórnarkjör á aðalfundi skal Alþingi tilnefna, með hlutbundinni kosningu, níu menn og jafnmarga til vara sem kosnir skulu í stjórn félagsins. Þetta þýðir með öðrum orðum að þingið þarf að komast að samkomulagi um hverjir sitja í stjórninni, stjórnarmenn sitja eftir atvikum í stjórn sem fulltrúar flokkanna. Páll Magnússon telur að stjórn Ríkisútvarpsins eigi að íhuga það hið minnsta hvort ekki sé vert að hún segi af sér og ef ekki að eigin frumkvæmi, að ráðherra hlutist til um málið.visir/vilhelm Komið hefur til mikilla átaka á þinginu einmitt vegna þess og má í því sambandi benda á þegar Píratar vildu fá Láru Hönnu Einarsdóttur þýðanda og bloggara sem sinn aðalmann í stjórnina settu stjórnarflokkarnir, sem þá voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sig upp á móti því. Þingið og ráðherrar telja sig með öðrum orðum eiga að hafa sitt að segja um hvernig stjórnin er skipuð og þar með hver ræðst í stól útvarpsstjóra. Stjórnarmenn eru sumir fulltrúar flokkanna. Stjórnin undirstrikar sjálfstæði sitt með leynd Talsvert hefur verið fjallað um þá ákvörðun stjórnar að birta ekki lista yfir umsækjendur. Þetta er fordæmalaust. Fyrir liggur að það er í trássi við vilja Lilju. Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp á þingi og taldi þetta, auk svartrar skýrslu Ríkisendurskoðanda, þess eðlis að stjórnin ætti að víkja. Lilja sagði í fyrrnefndri Víglínu þau Pál geta verið þessarar skoðunar en svona séu lögin og ef vinna eigi að umbótum verði að gera það með lagabreytingum. „Þarna verður stjórn Ríkisútvarpsins að svara fyrir það. Ég hef sagt og það er mín skoðun að það sé skynsamlegast að birta listann. Þetta er ekki eins og hvað annað starf,“ sagði Lilja. Þóra Arnórsdóttir. Ekki liggur fyrir hvort hún er meðal umsækjenda en óvænt sjálfstæðisbarátta stjórnarinnar gæti aukið möguleika hennar. Vísir hefur fjallað talsvert um þetta mál og kærði meðal annars þessa leynd um umsækjendur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði að stjórn væri þetta heimilt þó ekki beri að skilja þann úrskurð sem svo að þetta sé eitthvað sem stjórnin hefði átt að gera. Kári hefur vísað til þess að með leyndinni sé verið að stuðla að því að betri umsækjendur fáist. Hann vísaði þar til ráðlegginga frá Capacent. Fréttastofa ræddi við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra Capacent sem sagði að Capacent hafi reifað ýmsa valmöguleika en það sé umbjóðandans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ sagði Halldór. Eykur möguleika Þóru Arnórsdóttur En, hvað þýðir þessi óvænta staða, að stjórn telji sig algerlega óbundna af vilja stjórnvalda í þessum efnum? Breytir þetta að einhverju leyti stöðu umsækjenda? Ekki er úr vegi að ætla að svo sé. Fyrir rúmum mánuði fór Vísir á stúfana og tók saman grein um hver yrði hugsanlega næsti útvarpsstjóri? Var rætt við fjölda álitsgjafa sem þekkja vel til. Samdóma álit þeirra var að líklega yrði næsti útvarpsstjóri kona. Það sem athyglisvert er í þessu samhengi er að engum þeirra sem Vísir ræddi við kom annað til hugar en að Lilja hefði sitt að segja um hver settist í stólinn. Svo virðist sem hugsanlegt tromp Lilju um að fá því ráðið hver mun setjast í stól útvarpsstjóra sé orðið að engu vegna sjálfstæðistilburða stjórnar.visir/vilhelm Þar var viðruð sú kenning að Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sé líklegur kandídat. Var það rökstutt svo að með þeirri ráðningu mætti Lilja vænta betra veðurs innan ríkisstjórnarinnar, að hún ætti hönk uppí bak Bjarna, og gæti þannig komið málum sínum betur fram. Aðrir sem álitsgjafar nefndu sem líklega útvarpsstjóra voru Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu en hún hefur gefið það út að hún muni ekki sækja um. Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrum aðalritstjóri 365 miðla, en hún er meðal umsækjenda og svo Þóra Arnórsdóttir starfsmaður Ríkisútvarpsins til fjölda ára. Möguleikar hennar voru, vegna meintra pólitískra tenginga hennar við Samfylkingu sem fyrrverandi ungur jafnaðarmaður, metnir minni en meiri. Þá á þeim forsendum að það væri í trássi við vilja stjórnarflokkanna að einstaklingur sem kenna má við Samfylkinguna setjist í stólinn. Nú, þegar stjórnin hefur lýst yfir sjálfstæði sínu í málinu, má ætla að möguleikar hennar batni. Ekki liggur fyrir hvort Þóra Arnórsdóttir er meðal umsækjenda.Í stjórn og varastjórn sitja ýmsir sem hafa í gegnum tíðina starfað hjá Ríkisútvarpinu ofh. svo sem Kári sjálfur, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Lára Hanna, Jón Ólafsson og Ólína Kerúlf Þorvaldsdóttir.Uppfært 15:22 Í fyrri útgáfu þessarar samantektar, þar sem fjallað er um hvernig velst í stjórnina, var vitnað í eldri gerð laga um Ríkisútvarpið. Þetta ætti þó ekki að breyta efni umfjöllunarinnar.
Alþingi Fjölmiðlar Fréttaskýringar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48 Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26 Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. 28. nóvember 2019 12:48
Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag. 3. desember 2019 14:26
Tilvísun í upplýsingalög fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV Breyting hefur orðið á persónuverndaryfirlýsingu RÚV í dag og er nú hvergi kveðið á um skyldu stofnunarinnar til þess að birta lista yfir umsækjendur. 2. desember 2019 20:45