Tíu dropar verða Tíu sopar Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 15:00 Þegar opna á vínstúku þarf ekki aðeins að negla og saga heldur einnig að smakka vínin að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar, sem sést hér við vínsmökkun með Braga Skaftasyni. Instagram Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason standa í ströngu þessa dagana. Þeir hafa orðið sér úti um veitingarými í kjallara Laugavegar 27 og vinna nú myrkranna á milli að opnun vínstúkunnar Tíu sopar. Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið, enda hýsti kjallarahúsnæðið kaffihúsið Tíu dropa í næstum þrjátíu ár. Þegar kaffihúsið skellti í lás sumarið 2016 var það fastagestum mikill harmdauði. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ sagði einn þeirra t.a.m. í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aðstandendur Tíu sopa segjast gera sér grein fyrir þeim stað sem húsnæði Tíu dropa, og nú Tíu sopa, hefur í huga margra miðbæjargesta.Sjá einnig: Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun „Við berum mikla virðingu fyrir þessu rými. Okkur langaði mjög til að komast í þetta pláss því það passar svo vel fyrir það sem okkur langar að gera,“ segir Ólafur Örn, sem ásamt Ragnari var nýkominn úr Húsasmiðjunni að kaupa flot á gólfið þegar Vísir náði tali af þeim. Þrátt fyrir yfirstandandi framkvæmdir er ekki ætlunin að umbylta rýminu að sögn Ólafs. Aðeins standi til að skipta út „mjög sjúskuðu“ gólfteppi - „og svo bara mála og opna,“ segir Ólafur. Þannig sé barborðið, sem staðið hefur í rýminu frá því á níunda áratugnum, ennþá á sínum stað. Vínstúkan verði þannig meira í anda Tíu dropa en veitingastaðarins Víetnam, sem hefur haft afnot af rýminu á síðustu árum. View this post on InstagramOk let’s do this... A post shared by Vínstúkan Tíu Sopar (@vinstukan) on May 1, 2019 at 1:31am PDTGóðar veitingar þarfnast ekki umturnunar Aðspurðir um hvenær þeir sjái fyrir sér að leggja slípirokkana frá sér og opna Tíu sopa segir Ólafur að unnið sé út frá hugmyndinni um að „opna sem allra fyrst.“ Þrátt fyrir að þeir eigi eftir „að fá öll leyfi í gegn“ gera þeir sér í hugarlund að geta opnað Tíu sopa á næstu vikum. „Ég meina, við erum að gera svo lítið. Það er líka hugmyndin, það þarf ekkert endilega að umturna öllu og gullhúða allt til að bera fram góðan mat og gott vín,“ segir Ólafur. „Við ætlum bara að vera með nokkuð gott úrval af vínum, einn strangheiðarlegan bjór á krana og nokkra fína dósabjóra og svo endalaust af alls konar gæðamat,“ bætir Ólafur við. „Vínvænir smáréttir er vinnuheitið,“ skýtur Ragnar inn í. Á Tíu sopum er ætlunin að einblína á það sem upp á ensku eru kölluð „low intervention“ vín, en Ólafur segist ætla að finna góða þýðingu áður en staðurinn verður vígður. Um sé að ræða víntegundir sem lítið hafi verið átt við, þ.e. litlu bætt við eða fjarlægt, og hafa þær því stundum verið kallaðar náttúruvín upp á íslensku. Ólafur segir að á vínseðlinum verði þó einnig að finna hefðbundnari vín fyrir þau sem það vilja. Sem fyrr segir standa framkvæmdir í kjallararýminu við Laugaveg 27 enn yfir. Þau sem hafa áhuga á að fylgjast með smíðaævintýrum þeirra Ólafs, Ragnars og Braga er bent á Instagram-síðu Tíu sopa, sem nálgast má hér. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. 18. maí 2016 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ólafur Örn Ólafsson, Ragnar Eiríksson og Bragi Skaftason standa í ströngu þessa dagana. Þeir hafa orðið sér úti um veitingarými í kjallara Laugavegar 27 og vinna nú myrkranna á milli að opnun vínstúkunnar Tíu sopar. Nafnið er ekki úr lausu lofti gripið, enda hýsti kjallarahúsnæðið kaffihúsið Tíu dropa í næstum þrjátíu ár. Þegar kaffihúsið skellti í lás sumarið 2016 var það fastagestum mikill harmdauði. „Þetta er mjög sorglegt og leiðinlegt. Það er stór hópur fastakúnna sem koma hérna daglega. Þetta er leiðinlegt fyrir alla held ég, og miðbæinn,“ sagði einn þeirra t.a.m. í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aðstandendur Tíu sopa segjast gera sér grein fyrir þeim stað sem húsnæði Tíu dropa, og nú Tíu sopa, hefur í huga margra miðbæjargesta.Sjá einnig: Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun „Við berum mikla virðingu fyrir þessu rými. Okkur langaði mjög til að komast í þetta pláss því það passar svo vel fyrir það sem okkur langar að gera,“ segir Ólafur Örn, sem ásamt Ragnari var nýkominn úr Húsasmiðjunni að kaupa flot á gólfið þegar Vísir náði tali af þeim. Þrátt fyrir yfirstandandi framkvæmdir er ekki ætlunin að umbylta rýminu að sögn Ólafs. Aðeins standi til að skipta út „mjög sjúskuðu“ gólfteppi - „og svo bara mála og opna,“ segir Ólafur. Þannig sé barborðið, sem staðið hefur í rýminu frá því á níunda áratugnum, ennþá á sínum stað. Vínstúkan verði þannig meira í anda Tíu dropa en veitingastaðarins Víetnam, sem hefur haft afnot af rýminu á síðustu árum. View this post on InstagramOk let’s do this... A post shared by Vínstúkan Tíu Sopar (@vinstukan) on May 1, 2019 at 1:31am PDTGóðar veitingar þarfnast ekki umturnunar Aðspurðir um hvenær þeir sjái fyrir sér að leggja slípirokkana frá sér og opna Tíu sopa segir Ólafur að unnið sé út frá hugmyndinni um að „opna sem allra fyrst.“ Þrátt fyrir að þeir eigi eftir „að fá öll leyfi í gegn“ gera þeir sér í hugarlund að geta opnað Tíu sopa á næstu vikum. „Ég meina, við erum að gera svo lítið. Það er líka hugmyndin, það þarf ekkert endilega að umturna öllu og gullhúða allt til að bera fram góðan mat og gott vín,“ segir Ólafur. „Við ætlum bara að vera með nokkuð gott úrval af vínum, einn strangheiðarlegan bjór á krana og nokkra fína dósabjóra og svo endalaust af alls konar gæðamat,“ bætir Ólafur við. „Vínvænir smáréttir er vinnuheitið,“ skýtur Ragnar inn í. Á Tíu sopum er ætlunin að einblína á það sem upp á ensku eru kölluð „low intervention“ vín, en Ólafur segist ætla að finna góða þýðingu áður en staðurinn verður vígður. Um sé að ræða víntegundir sem lítið hafi verið átt við, þ.e. litlu bætt við eða fjarlægt, og hafa þær því stundum verið kallaðar náttúruvín upp á íslensku. Ólafur segir að á vínseðlinum verði þó einnig að finna hefðbundnari vín fyrir þau sem það vilja. Sem fyrr segir standa framkvæmdir í kjallararýminu við Laugaveg 27 enn yfir. Þau sem hafa áhuga á að fylgjast með smíðaævintýrum þeirra Ólafs, Ragnars og Braga er bent á Instagram-síðu Tíu sopa, sem nálgast má hér.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. 18. maí 2016 20:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fastagestir Tíu dropa sorgmæddir vegna frétta af lokun Kaffihúsið Tíu dropar mun í júlí hætta starfsemi á Laugavegi eftir næstum þrjátíu ára rekstur. Fastagestir kaffihússins eru sorgmæddir vegna málsins en rekstaraðilar leita nú logandi ljósi að nýju húsnæði. 18. maí 2016 20:00