Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. maí 2019 14:06 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands ásamt lögmanni sínum. Vísir/vilhelm Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum, ekki fyrir manndráp heldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem flutti málið í héraði, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Ragnari við aðalmeðferð málsins í héraði. Helgi Magnús Gunnarsson, sem flutti málið í Landsrétti, krafðist þyngingar refsingar þegar málið var flutt á dögunum. Athygli vakti við meðferð málsins fyrir Landsrétti að Valur Lýðsson kaus að tjá sig ekki. Hann bar við minnisleysi þegar málið var til meðferðar í héraðsdómi en neitaði að hafa banað bróður sínum af ásetningi. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kuntz hefur lýst því við meðferð málsins á báðum dómstigum hvernig ofsafengin árás á Ragnar hefði leitt til fjölmargra áverka á bæði andliti Ragnars og höfði. Ljóst væri að einhver klæddur í sokka hefði stappað á höfði Ragnars meðan hann lá á gólfinu. Sitt sýndist hverjum um sjö ára dóminn í héraði. Sagði Guðni Lýðsson, hálfbróðir þeirra Vals og Ragnars, dóminn of vægan því menn ætti að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik væri að ræða. Fjórum börnum Ragnars heitins voru í héraðsdómi dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Bæturnar voru staðfestar í Landsrétti auk þess Valur þarf að greiða hverju og einu 200 þúsund krónur í málskostnað.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira