Fótbolti

Jón Dagur og félagar ekki hólpnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur lék allan leikinn gegn Horsens.
Jón Dagur lék allan leikinn gegn Horsens. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í Vendsyssel þurfa að fara í umspil til að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni.

Vendsyssel gerði 1-1 jafntefli við Horsens í seinni leik liðanna í umspili í dag. Horsens vann fyrri leikinn, 1-0, og heldur því sæti sínu í deildinni.

Vendsyssel mætir hins vegar liðinu sem endar í 3. sæti B-deildarinnar í tveimur leikjum um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Jón Dagur lék allan leikinn fyrir Vendsyssel í dag. Hann fékk gult spjald í fyrri hálfleik.

Ingvar Jónsson og félagar hans í Viborg unnu 0-1 sigur á Hvidovre í næstsíðustu umferð B-deildarinnar. Ingvar stóð á milli stanganna hjá Viborg sem er í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Silkeborg.

Liðið sem vinnur deildina fer beint upp í úrvalsdeildina en liðið í 2. sæti í umspil þar sem það mætir annað hvort Hobro eða Vejle.

Frederik Schram og félagar í Roskilde björguðu sér frá falli í C-deildina með 3-2 sigri á Frederica. Frederik var í markinu hjá Roskilde í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×