Innlent

Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi

Jakob Bjarnar skrifar
Ann­þór Kristján Karlsson. Í stefnu kemur frma að hann dvaldi á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi.
Ann­þór Kristján Karlsson. Í stefnu kemur frma að hann dvaldi á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi. fbl/eyþór

Annþór Kristján Karlsson, sem ásamt Berki Birgissyni var handtekinn vegna gruns um að hafa valdið dauða Sigurðar Hólm Siguðrssonar á Litla Hrauni 2012, hefur stefnt íslenska ríkinu.

Annþór og Börkur voru sýknaðir af verknaðinum sem þeim var ætlaður og nú krefst Annþór þess að fá greiddar 64 milljóna króna í bætur fyrir meint tjón og miska sem hann var beittur meðan á rannsókn málsins stóð.

Þetta kemur fram á Frettabladid.is en þar segir að Annþór hafi mátt sæta ein­angrun allan varð­halds­tímann. „Þar sem Ann­þór var þegar í af­plánun meðan málið var til rann­sóknar var á­kveðið að vista hann á öryggis­gangi að gæslu­varð­haldinu loknu frekar en að krefjast nýs dóms­úr­skurðar um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald. Byggði vistun á öryggis­gangi á á­kvörðun for­stöðu­manns fangelsisins og gilti hún í þrjá mánuði.“

Fram kemur í fréttinni, en þar er vísað til stefnu, að vistunin hafi verið framlengd fimm sinnum í hverju tilviki í um þrjá mánuði. „Ann­þór dvaldi því á öryggis­deildinni í um eitt og hálft ár, eða 541 dag, ofan á ein­angrunar­vistina sem hann sætti í upp­hafi.“

Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá sýknudómi í málinu í mars 2016.


Tengdar fréttir

Annþór og Börkur sýknaðir í Hæstarétti

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×