„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu snúa að þúsundum vegfarenda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - ekki sig eða Dag B. Eggertsson. Vísir/Vilhem Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“ Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00