Enski boltinn

Leikmenn Bolton farnir í verkfall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Callum Connolly, leikmaður Bolton, fagnar sigri á QPR um helgina.
Callum Connolly, leikmaður Bolton, fagnar sigri á QPR um helgina. getty/Rob Newell
Leikmennn og starfsmenn enska b-deildarfélagsins Bolton Wanderers fengu ekki útborgað í dag og leikmennirnir hafa ákveðið að mótmæla með því að fara í verkfall.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem starfsmenn Bolton fá ekki launin sín en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum.

Enskir miðlar segja frá verkfallsaðgerðum Bolton-manna.

Starfsmönnunum Bolton hafði verið lofað að fá launin greidd á föstudaginn en þeir fengu ekki útborgað og leikmennirnir sjálfir eru líka að bíða eftir sínum launum fyrir mars.

Leikmenn hafa nú boðað 48 tíma verkfall þar sem þeir munu ekki mæta á æfingar liðsins til að mótmæla því að starfsmenn félagsins hafa ekki fengið launin sín greidd tvo mánuði í röð.





Bolton Wanderers situr í næst neðsta sæti ensku b-deildarinnar og er fimm stigum frá öruggu sæti.

Leikmenn Bolton hafa hingað til staðið við sitt og liðið vann sem dæmi 2-1 útisigur á Queens Park Rangers um helgina.

Bolton er að vonast til þess að fjársterkari aðilar taki yfir félaginu og komi því út úr þessum fjárhagskröggum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×