Sonný Lára Þráinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. Hún er samningsbundin félaginu til næstu tveggja ára.
Sonný Lára hefur varið mark Blika undanfarin ár. Hún hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Breiðabliki.
Sonný Lára hefur leikið 89 leiki í Pepsi-deildinni með Blikum og haldið hreinu í 54 þeirra. Hún tók við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki fyrir síðasta tímabil.
Hin 32 ára Sonný Lára hefur leikið sex A-landsleiki. Hún er í íslenska landsliðshópnum sem hélt til Suður-Kóreu í dag. Þar mæta íslensku stelpurnar heimakonum í tveimur vináttulandsleikjum.
Sonný Lára áfram í marki meistaranna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
