Fyrirliða enska fótboltalandsliðsins dreymir um að spila í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 16:00 Harry Kane með Gullskóinn sem hann fékk fyrir að vera markakóngur HM í Rússlandi 2018. Vísir/Getty Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane. Enski boltinn NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane.
Enski boltinn NFL Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira