Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí Smári Jökull Jónsson skrifar 28. mars 2019 21:45 vísir/bára KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta fjórðunginn en KR tók yfirhöndina í öðrum leikhluta þrátt fyrir að forystan væri aldrei mikil. Keflvíkingar voru ekki að ná þriggja stiga körfum og voru aðeins með eina slíka í öllum hálfleiknum. Michele Di Nunno var duglegur í þristunum hjá KR og setti niður fjóra slíka í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 41-39 KR í vil. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir hins vegar að slíta Keflvíkinga frá sér. Þeir skelltu í lás í vörninni og heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir hverju stigi. Þrátt fyrir þriggja stiga körfu Magnúsar Gunnarssonar undir lok leikhlutans, önnur slík hjá Keflavík í leiknum, var munurinn átta stig að honum loknum. Í fjórða leikhluta var síðan eins og Keflavík hefði ekki trú á verkefninu. Þeir náðu aldrei að minnka muninn að ráði og gestirnir juku forystuna jafnt og þétt. Munurinn fór yfir tuttugu stigin og úrslitin ráðin töluvert áður en lokaflautið gall. Lokatölur 85-64 og KR sópar því Keflavík úr leik og er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Keflvíkingar fara hins vegar í snemmbúið sumarfrí.Af hverju vann KR? Þegar leið á leikinn kom reynslan og breidd KR-inga þeim til góða. Keflvíkingar máttu ekki við því að einn þeirra besti maður, Mindaugas Kacinas, gæti ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Þegar KR kom vörninni í lag áttu heimamenn fá svör og þeir skoruðu aðeins 25 stig í seinni hálfleik. Lykilmenn Keflavíkur áttu ekki sinn besta dag og til að geta unnið KR þurfa heimamenn meira frá Herði Axeli Vilhjálmssyni, Reggie Dupree og Gunnari Ólafssyni. KR fékk 22 stig af bekknum á móti 6 frá Keflavík sem sýnir muninn á breiddinni í kvöld.Þessir stóðu upp úr:Di Nunno var öflugur hjá KR og skoraði sjö þriggja stiga körfur og 24 stig alls. Julian Boyd skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Þeir Pavel og Jón Arnór skiluðu mikilvægum stigum og spiluðu öfluga vörn. Hjá Keflavík var Michael Craion langatkvæðamestur. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Mindaugas skoraði 13 stig en enginn annar leikmaður skoraði yfir 10 stig hjá heimamönnum í kvöld.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflavíkur gekk illa í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 25 stig í hálfleiknum og áttu engin svör við öflugri vörn KR. Þristarnir voru ekki að detta, menn áttu erfitt með að komast almennilega að hringnum og þorðu stundum ekki að taka skotin þegar á þurfti að halda. Það er eflaust ansi langt síðan Keflavík skoraði aðeins fjórar þriggja stiga körfur á heimavelli en nýting þeirra fyrir utan línuna var aðeins 16% í kvöld. Þegar Mindaugas, annar af stóru mönnunum þeirra undir körfunni, gat heldur ekki beitt sér af fullum krafti hefðu þeir nauðsynlega þurft fleiri þrista.Hvað gerist næst?Keflavík er komið í sumarfrí, töluvert fyrr en þeir ætluðu sér. KR-ingar eru hins vegar komnir í undanúrslit en ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar. Sverrir Þór: Það þarf að stækka hópinnSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur.VísirSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sammála blaðamanni í því að slakur sóknarleikur hjá hans mönnum hefði farið með leikinn fyrir hans menn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og sóknin var slök. Við náðum ekki yfir 30 stigin í seinni hálfleik og það var mjög dapurt. Þeir ýttu okkur út úr hlutunum og eru auðvitað með hörkulið. Við vorum í basli í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Mindaugas Kacinas, einn af bestu mönnum Keflavíkur, meiddist fyrir annan leik liðanna og lék ekkert í þeim leik. Hann var augljóslega ekki heill heilsu í kvöld. „Maður var ánægður með að hann hafi reynt að spila. KR er með hörkulið og við hefðum þurft að spila mikið betur til að klára þetta. Það var sárt að ná ekki að klára fyrsta leikinn því við vorum nánast komnir með sigurinn þar. Þeir settu þristinn í restina og komast í 1-0,“ sagði Sverrir en var ekki á því að það hefði verið of þungt að tapa fyrsta leiknum á þennan hátt. „Ég held það hafi verið þyngra högg að vita fimm mínútum fyrir annan leikinn að Mindaugas yrði ekki með. Við erum að spila á fáum mönnum og ekki með mikla breidd. Þeir eru með mikla hæð og eru líkamlega sterkir og við þurfum að hafa Mindaugas og Craion inná nánast allan tímann. Við töpuðum bara fyrir frábæru KR-liði." Sverrir sagði það verkefni fyrir næsta tímabil að gera hópinn breiðari. „Það verður að gerast, það er algjört lykilatriði að stækka hópinn. Það þarf að fara í leikmannamálin á næstu dögum og koma saman öflugum hóp þannig að það þurfi enginn að vera spila 38-39 mínútur,“ sagði Sverrir og sagði ekkert vera farið að stað fyrir næsta tímabil. „Ég æltaði ekki í frí í kvöld,“ Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær ennIngi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar.Vísir/EyþórIngi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Kristófer: Við lítum mjög vel út núnaKristófer Acox kann að troða boltanumvísir/báraKristófer Acox var afar ánægður með sigurinn í Keflavík í kvöld og frammistöðu liðsins. „Við erum að toppa á hárréttum tíma. Við vorum svolítið ragir í byrjun í kvöld, lengi að koma okkur í gang og orkan var ekki mikil. Við náðum að koma okkur saman í hálfleik, koma út og sýna okkur rétta andlit,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur. Að koma hingað og vinna tvisvar og sópa þeim út sýnir gríðarlegan styrkleika,“ bætti Kristófer við. Vörn KR í seinni hálfleik var frábær en Keflavík skoraði aðeins 25 stig í öllum hálfleiknum. „Þeir skoruðu ekki 30 stig og við byrjuðum að setja opnu skotin sem við vorum að fá. Við vissum að við værum ekki að spila sérlega vel í fyrri hálfleik en vorum samt tveimur stigum yfir. Vörnin var klárlega málið í seinni hálfleik og við þurfum að halda áfram að bæta okkur þar.“ Kristófer sagði að pásan, sem KR fær núna, vera mikilvæga. „Ég fann sjálfur að ég var farinn að pústa eftir tvo spretti í byrjun, auðvitað er þetta mikið álag. Það skiptir máli að komast fljótlega í gegnum einvígið og fá auka hvíld. Það má ekki vera of löng hvíld því þá dettur maður úr gírnum. Við tökum næstu daga og sjáum hvað við getum bætt og hverjum við mætum. Við verðum að halda sama tempói og við lítum mjög vel út núna.“ Dominos-deild karla
KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik. Keflavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta fjórðunginn en KR tók yfirhöndina í öðrum leikhluta þrátt fyrir að forystan væri aldrei mikil. Keflvíkingar voru ekki að ná þriggja stiga körfum og voru aðeins með eina slíka í öllum hálfleiknum. Michele Di Nunno var duglegur í þristunum hjá KR og setti niður fjóra slíka í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 41-39 KR í vil. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir hins vegar að slíta Keflvíkinga frá sér. Þeir skelltu í lás í vörninni og heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir hverju stigi. Þrátt fyrir þriggja stiga körfu Magnúsar Gunnarssonar undir lok leikhlutans, önnur slík hjá Keflavík í leiknum, var munurinn átta stig að honum loknum. Í fjórða leikhluta var síðan eins og Keflavík hefði ekki trú á verkefninu. Þeir náðu aldrei að minnka muninn að ráði og gestirnir juku forystuna jafnt og þétt. Munurinn fór yfir tuttugu stigin og úrslitin ráðin töluvert áður en lokaflautið gall. Lokatölur 85-64 og KR sópar því Keflavík úr leik og er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Keflvíkingar fara hins vegar í snemmbúið sumarfrí.Af hverju vann KR? Þegar leið á leikinn kom reynslan og breidd KR-inga þeim til góða. Keflvíkingar máttu ekki við því að einn þeirra besti maður, Mindaugas Kacinas, gæti ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Þegar KR kom vörninni í lag áttu heimamenn fá svör og þeir skoruðu aðeins 25 stig í seinni hálfleik. Lykilmenn Keflavíkur áttu ekki sinn besta dag og til að geta unnið KR þurfa heimamenn meira frá Herði Axeli Vilhjálmssyni, Reggie Dupree og Gunnari Ólafssyni. KR fékk 22 stig af bekknum á móti 6 frá Keflavík sem sýnir muninn á breiddinni í kvöld.Þessir stóðu upp úr:Di Nunno var öflugur hjá KR og skoraði sjö þriggja stiga körfur og 24 stig alls. Julian Boyd skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Þeir Pavel og Jón Arnór skiluðu mikilvægum stigum og spiluðu öfluga vörn. Hjá Keflavík var Michael Craion langatkvæðamestur. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Mindaugas skoraði 13 stig en enginn annar leikmaður skoraði yfir 10 stig hjá heimamönnum í kvöld.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Keflavíkur gekk illa í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 25 stig í hálfleiknum og áttu engin svör við öflugri vörn KR. Þristarnir voru ekki að detta, menn áttu erfitt með að komast almennilega að hringnum og þorðu stundum ekki að taka skotin þegar á þurfti að halda. Það er eflaust ansi langt síðan Keflavík skoraði aðeins fjórar þriggja stiga körfur á heimavelli en nýting þeirra fyrir utan línuna var aðeins 16% í kvöld. Þegar Mindaugas, annar af stóru mönnunum þeirra undir körfunni, gat heldur ekki beitt sér af fullum krafti hefðu þeir nauðsynlega þurft fleiri þrista.Hvað gerist næst?Keflavík er komið í sumarfrí, töluvert fyrr en þeir ætluðu sér. KR-ingar eru hins vegar komnir í undanúrslit en ekki er ljóst hverjum þeir mæta þar. Sverrir Þór: Það þarf að stækka hópinnSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur.VísirSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var sammála blaðamanni í því að slakur sóknarleikur hjá hans mönnum hefði farið með leikinn fyrir hans menn. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn illa og sóknin var slök. Við náðum ekki yfir 30 stigin í seinni hálfleik og það var mjög dapurt. Þeir ýttu okkur út úr hlutunum og eru auðvitað með hörkulið. Við vorum í basli í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Mindaugas Kacinas, einn af bestu mönnum Keflavíkur, meiddist fyrir annan leik liðanna og lék ekkert í þeim leik. Hann var augljóslega ekki heill heilsu í kvöld. „Maður var ánægður með að hann hafi reynt að spila. KR er með hörkulið og við hefðum þurft að spila mikið betur til að klára þetta. Það var sárt að ná ekki að klára fyrsta leikinn því við vorum nánast komnir með sigurinn þar. Þeir settu þristinn í restina og komast í 1-0,“ sagði Sverrir en var ekki á því að það hefði verið of þungt að tapa fyrsta leiknum á þennan hátt. „Ég held það hafi verið þyngra högg að vita fimm mínútum fyrir annan leikinn að Mindaugas yrði ekki með. Við erum að spila á fáum mönnum og ekki með mikla breidd. Þeir eru með mikla hæð og eru líkamlega sterkir og við þurfum að hafa Mindaugas og Craion inná nánast allan tímann. Við töpuðum bara fyrir frábæru KR-liði." Sverrir sagði það verkefni fyrir næsta tímabil að gera hópinn breiðari. „Það verður að gerast, það er algjört lykilatriði að stækka hópinn. Það þarf að fara í leikmannamálin á næstu dögum og koma saman öflugum hóp þannig að það þurfi enginn að vera spila 38-39 mínútur,“ sagði Sverrir og sagði ekkert vera farið að stað fyrir næsta tímabil. „Ég æltaði ekki í frí í kvöld,“ Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær ennIngi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar.Vísir/EyþórIngi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Kristófer: Við lítum mjög vel út núnaKristófer Acox kann að troða boltanumvísir/báraKristófer Acox var afar ánægður með sigurinn í Keflavík í kvöld og frammistöðu liðsins. „Við erum að toppa á hárréttum tíma. Við vorum svolítið ragir í byrjun í kvöld, lengi að koma okkur í gang og orkan var ekki mikil. Við náðum að koma okkur saman í hálfleik, koma út og sýna okkur rétta andlit,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur. Að koma hingað og vinna tvisvar og sópa þeim út sýnir gríðarlegan styrkleika,“ bætti Kristófer við. Vörn KR í seinni hálfleik var frábær en Keflavík skoraði aðeins 25 stig í öllum hálfleiknum. „Þeir skoruðu ekki 30 stig og við byrjuðum að setja opnu skotin sem við vorum að fá. Við vissum að við værum ekki að spila sérlega vel í fyrri hálfleik en vorum samt tveimur stigum yfir. Vörnin var klárlega málið í seinni hálfleik og við þurfum að halda áfram að bæta okkur þar.“ Kristófer sagði að pásan, sem KR fær núna, vera mikilvæga. „Ég fann sjálfur að ég var farinn að pústa eftir tvo spretti í byrjun, auðvitað er þetta mikið álag. Það skiptir máli að komast fljótlega í gegnum einvígið og fá auka hvíld. Það má ekki vera of löng hvíld því þá dettur maður úr gírnum. Við tökum næstu daga og sjáum hvað við getum bætt og hverjum við mætum. Við verðum að halda sama tempói og við lítum mjög vel út núna.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti