Fótbolti

Vill sjá þjóðir missa stig fyrir kynþáttaníð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling sendir skilaboð til rasistanna í stúkunni.
Raheem Sterling sendir skilaboð til rasistanna í stúkunni. vísir/getty
Dwight Yorke, fyrrverandi framherji Manchester United, vill sjá að mun harðar sé tekið á kynþáttaníði í fótboltanum til að útrýma þessu vandamáli en sektir virðast ekki vera að duga.

Nokkrir leikmenn enska landsliðsins þurftu að þola kynþáttaníð úr stúkunni í Svartfjallalandi á dögunum þar sem að þeir ensku fóru á kostum inn á vellinum og unnu, 5-1.

Verið er að rannsaka málið í Svartfjallalandi og á knattspyrnusamband landsins von á vænni sekt en það er bara ekki nóg að mati Yorke.

„Þessar sektir duga ekki. Við höfum náð ágætum árangri í baráttunni við rasisma undanfarin ár en þetta er að skjóta upp kollinum aftur í fótboltanum,“ segir Yorke í viðtali við Sky Sports.

„Þetta er eitthvað sem að við þurfum að útrýma og eina leiðin til þess er að taka erfiðar ákvarðanir. Peningar eru ekkert vandamál fyrir þessi lönd. Við þurfum að taka af þeim stig og láta banna þessa rasista.“

„Fólkið sem að stýrir þessu þarf að taka virkilega erfiðar ákvarðanir og það er alveg klárt að sektir eru ekki nóg í þessum efnum,“ segir Dwight Yorke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×