Pedro: Sami dómari og gaf okkur ekki víti í fyrsta leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2019 21:30 Pedro og hans menn eru á botni Pepsi Max-deildar karla með eitt stig eftir fjórar umferðir. vísir/bára „Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45