Toronto leiddi alla leið inn í fjórða leikhlutann en þá tók Brook Lopez, af öllum mönnum, leikinn í sínar hendur og skaut Toronto í kaf.
Lopez skoraði 13 stig í lokaleikhlutanum og endaði með 29 stig, 11 fráköst og 4 varin skot. Giannis kom næstur í liði Milwaukee með 24 stig og 14 fráköst.
29 PTS | 4 3PM | 11 REB | 4 BLK
Brook Lopez does it all, scoring a #NBAPlayoffs career-high in the @Bucks Game 1 home victory! #FearTheDeer
Game 2: Friday (5/17), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/CTAEvkTpTc
— NBA (@NBA) May 16, 2019
Kawhi Leonard setti aðeins niður 10 af 26 skotum sínum í leiknum og komst ekki á blað í fjórða leikhlutanum sem Bucks vann 32-17.
Næsti leikur liðanna fer fram annað kvöld.