Zion hefur verið ofurstjarna frá því að hann var í menntaskóla en hann spilaði svo með Duke í háskólaboltanum í vetur og breytti landslaginu þar. Frammistaða hans með Duke varð meðal annars til þess að miðar á slag erkifjendanna í Duke og North Carolina kostuðu jafnmikið og miðar á Super Bowl.
New Orleans vann nýliðalotteríið í gær og fær að velja fyrst í nýliðavalinu en það mun vafalítið velja Zion Williamson, sem má kalla Íslandsvin, fyrstan eftir dvöl hans í Duke.
Kristófer Garðarsson, fótboltastrákur frá Akranesi, spilar með fótboltaliði Duke og kynntist Zion í vetur. Þeir voru meðal annars saman í hópaverkefni þar sem að körfuboltastjarnan bauð nú fram ansi litla aðstoð.
Galið að hafa verið í hópverkefni með gæjanum sem að er að fara að breyta NBA deildinni eins og hún leggur sig. Hann reyndar mætti aldrei og gerði nákvæmlega ekkert, en það er annað mál.
Congrats gaur. pic.twitter.com/CbvjU8i3Qh
— Kristófer Garðarsson (@kristoferdadii) May 15, 2019
Eins og hjá flestum bestu háskólakörfuboltastrákunum var stoppið stutt hjá Zion en hann hefur nú kvatt Duke eftir eitt ár og er á leið í NBA-deildina.
Hann verður því orðinn millónamæringur á næstu mánuðum og væntanlega milljarðamæringur á næstu árum ef allt fer vel.
Kristófer saknar væntanlega félaga síns en getur huggað sig við það að fá kannski aðeins betri mann í hópaverkefnin.