Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 11:30 Philippe Coutinho Getty/ Andrew Powell Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira