Íslenska knattspyrnufólkið verður á ferð og flugi næstu vikurnar en alls munu 42 meistaraflokkar fara erlendis í æfingaferð áður en Íslandsmótið í knattspyrnu hefst.
Öll liðin tuttugu og tvö í Pepsi-deildum karla og kenna fara í æfingaferð til útlanda og tuttugu önnur lið úr neðri deildum gera það líka. Magnús Már Einarsson á fótbolta.net hefur tekið þetta saman.
Í Pepsi deild karla fara þrjú félög til Bandaríkjanna en hin níu eru á leiðinni til Evrópu. Valur, FH og KR fara öll til Flórída í Bandaríkjunum og KR-ingar eru meira segja þegar farnir út.
Breiðablik, Grindavík, HK, Stjarnan og Víkingur fara öll til Spánar en Fylkir, KA og ÍBV ætla til Tyrklands. ÍA fer aftur á móti til Cardiff í Wales.
Í Pepsi deild kvenna fara liðin annaðhvort til Spánar eða Tyrklands. ÍBV, Selfoss, Stjarnan og Þór/KA fara til Spánar en HK/Víkingur, Keflavík, KR og Valur fara til Tyrklands.
Alls fara 28 af 42 liðum til Spánar samkvæmt úttekt fótbolta.net en átta félög eru á leiðinni til Tyrklands.
Hér má sjá þessa skemmtilegu samantekt á fótbolti.net.
