Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF Sighvatur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 11:45 Samtök ferðaþjónustunnar segja málið vera erfitt fyrir umræðu um bílaleigur landsins. Vísir/Hanna Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira